Wagner í Háskólabíói 22. nóvember 2006 10:02 Sinfóníuhljómsveit Íslands flytur í Háskólabíói fimmtudaginn 23. nóvember óperutónlist eftir Richard Wagner ásamt fjórum einsöngvurum og kór. Á efnisskránni eru forleikurinnn að Tristan og Isolde og 3. þáttur óperunnar Parsifal, hins margslungna verks sem var aldarfjórðung í smíðum hjá höfundi. Það er sannkallaður hvalreki fyrir íslenska óperuunnendur að lokaþáttur þessarar mögnuðu óperu skuli nú heyrast á íslensku tónleikasviði í fyrsta sinn. Ekki síður er það það fagnaðarefni að fá Kristinn Sigmundsson á svið með Sinfóníuhljómsveitinni ásamt þeim Kolbeini Ketilssyni, Wolfgang Schöne og Ruth Marie Nicolay sem hleypur í skarðið fyrir Petru Lang sem forfallaðist. Karlakórinn Fóstbræður og kvenraddir úr Hljómeyki syngja á tónleikunum en kórstjóri er Árni Harðarson. Hljómsveitarstjóri er Johannes Fritzsch. Parsifal er bæði óvenjuleg og einstaklega áhrifamikil ópera. Í henni blandast kristin trú og goðsagnir við upphafna tónlist sem oft er varla af þessum heimi. Parsifal er ung og saklaus hetja, sá eini sem getur læknað sár Amfortasar, sem gætir kaleiksins sem Kristur drakk af við síðustu kvöldmáltíðina. Með því að afneita sjálfum sér tekst Parsifal að frelsa Amfortas og menn hans undan áhrifum Klingsors hins illa. Tónleikar hefjast klukkan 19:30, í Háskólabíói, fimmtudaginn 23. nóvember Hljómsveitarstjóri: Johannes Fritzsch Einsöngvarar: Wolfgang Schöne, Ruth Marie Nicolay, Kristinn Sigmundsson, Kolbeinn J. Ketilsson Kór: Karlakórinn Fóstbræður og kvenraddir úr Hljómeyki Kórstjóri: Árni Harðarson Richard Wagner: Tristan & Isolde, Prelude & Lieberstod Richard Wagner: Parsifal 3. þáttur EFNISSKRÁ: http://www.sinfonia.is/default.asp?page_id=7169 Æfingar verða í Háskólabíói sem hér segir Þriðjudagur, kl. 9.30 - 12.45 Miðvikudagur, 9.30 - 12.45 Fimmtudagur, 9.30 - 12.45 Mest lesið „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Menning Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum Lífið Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Herra Skepna sló Hafþór utan undir Lífið Fleiri fréttir „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira
Sinfóníuhljómsveit Íslands flytur í Háskólabíói fimmtudaginn 23. nóvember óperutónlist eftir Richard Wagner ásamt fjórum einsöngvurum og kór. Á efnisskránni eru forleikurinnn að Tristan og Isolde og 3. þáttur óperunnar Parsifal, hins margslungna verks sem var aldarfjórðung í smíðum hjá höfundi. Það er sannkallaður hvalreki fyrir íslenska óperuunnendur að lokaþáttur þessarar mögnuðu óperu skuli nú heyrast á íslensku tónleikasviði í fyrsta sinn. Ekki síður er það það fagnaðarefni að fá Kristinn Sigmundsson á svið með Sinfóníuhljómsveitinni ásamt þeim Kolbeini Ketilssyni, Wolfgang Schöne og Ruth Marie Nicolay sem hleypur í skarðið fyrir Petru Lang sem forfallaðist. Karlakórinn Fóstbræður og kvenraddir úr Hljómeyki syngja á tónleikunum en kórstjóri er Árni Harðarson. Hljómsveitarstjóri er Johannes Fritzsch. Parsifal er bæði óvenjuleg og einstaklega áhrifamikil ópera. Í henni blandast kristin trú og goðsagnir við upphafna tónlist sem oft er varla af þessum heimi. Parsifal er ung og saklaus hetja, sá eini sem getur læknað sár Amfortasar, sem gætir kaleiksins sem Kristur drakk af við síðustu kvöldmáltíðina. Með því að afneita sjálfum sér tekst Parsifal að frelsa Amfortas og menn hans undan áhrifum Klingsors hins illa. Tónleikar hefjast klukkan 19:30, í Háskólabíói, fimmtudaginn 23. nóvember Hljómsveitarstjóri: Johannes Fritzsch Einsöngvarar: Wolfgang Schöne, Ruth Marie Nicolay, Kristinn Sigmundsson, Kolbeinn J. Ketilsson Kór: Karlakórinn Fóstbræður og kvenraddir úr Hljómeyki Kórstjóri: Árni Harðarson Richard Wagner: Tristan & Isolde, Prelude & Lieberstod Richard Wagner: Parsifal 3. þáttur EFNISSKRÁ: http://www.sinfonia.is/default.asp?page_id=7169 Æfingar verða í Háskólabíói sem hér segir Þriðjudagur, kl. 9.30 - 12.45 Miðvikudagur, 9.30 - 12.45 Fimmtudagur, 9.30 - 12.45
Mest lesið „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Menning Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum Lífið Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Herra Skepna sló Hafþór utan undir Lífið Fleiri fréttir „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira