Wuthering Heights 22. nóvember 2006 09:51 Silja Aðalsteinsdóttir og Bjartur bókaforlag hafa sent frá sér eftirfarandi yfirlýsingu vegna titilsins á þýðingu bókarinnar Wuthering Heights eftir Emily Brontë. "Eftir að ný þýðing Silju Aðalsteinsdóttur á hinni heimsfrægu skáldsögu Emily Brontë, Wuthering Heights, kom út í lok október hafa fjölmargir lesendur haft samband við útgáfuna. Bókin hefur hingað til verið þekkt á Íslandi undir titlinum Fýkur yfir hæðir en nýja þýðingin ber sama nafn og á frummálinu. Lesendur hafa furðað sig á þessu, og því vilja bókaforlagið Bjartur og þýðandinn Silja Aðalsteinsdóttir gefa frá sér eftirfarandi yfirlýsingu. Bókin Wuthering Heights eftir Emily Brontë kom út í íslenskri þýðingu Sigurlaugar Björnsdóttur árið 1951 og nefndist þá Fýkur yfir hæðir. Það er óneitanlega glæsilegur titill en þótti samt ekki hæfa þessari nýju þýðingu sögunnar. Meginástæða þess er sú að hann tengist ekki bókinni, er ekki þýðing á titli hennar eða vísar inn í hana. Þvert á móti vísar hann í alþekkt ljóð eftir Jónas Hallgrímsson, « Móðurást », og kallar ósjálfrátt fram myndir úr því. Í öðru lagi vegna þess að Wuthering Heights er eiginnafn, nafnið á býlinu sem er miðlægt í sögunni og eiginnöfn er ekki endilega venja að þýða. Oliver Twist heitir ekki Ólafur Teitsson hjá okkur. Nafnið á býlinu er óþýtt í gömlu þýðingunni, þar heitir það Wuthering Heights, titillinn er sjálfstætt viðhengi. Nafnið er útskýrt snemma í sögunni (bls. 6 í nýrri þýðingu) þar eð það er líka framandi fyrir enskumælandi fólk: "Býli Heathcliffs heitir Wuthering Heights eða Vindheimar. "Wuthering" er lýsingarorð bundið við þetta hérað og á við veðrahaminn á ákveðnum stað í stormviðri." Þýðandi fékk ótal uppástungur að íslensku nafni á býlinu - m.a. Alviðra, Vindheimar, Vindheiði, Veðravíti - en var ekki nógu ánægður með neina þeirra. Það varð því úr að leyfa upphaflegu heiti Emily Brontë að halda sér á nýju íslensku þýðingunni, enda erum við því alvön á 21. öldinni að taka við nöfnum á stöðum, fólki og verkum á erlendum tungumálum." Mest lesið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Tchéky Karyo látinn Lífið Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Lífið Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Fleiri fréttir Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sjá meira
Silja Aðalsteinsdóttir og Bjartur bókaforlag hafa sent frá sér eftirfarandi yfirlýsingu vegna titilsins á þýðingu bókarinnar Wuthering Heights eftir Emily Brontë. "Eftir að ný þýðing Silju Aðalsteinsdóttur á hinni heimsfrægu skáldsögu Emily Brontë, Wuthering Heights, kom út í lok október hafa fjölmargir lesendur haft samband við útgáfuna. Bókin hefur hingað til verið þekkt á Íslandi undir titlinum Fýkur yfir hæðir en nýja þýðingin ber sama nafn og á frummálinu. Lesendur hafa furðað sig á þessu, og því vilja bókaforlagið Bjartur og þýðandinn Silja Aðalsteinsdóttir gefa frá sér eftirfarandi yfirlýsingu. Bókin Wuthering Heights eftir Emily Brontë kom út í íslenskri þýðingu Sigurlaugar Björnsdóttur árið 1951 og nefndist þá Fýkur yfir hæðir. Það er óneitanlega glæsilegur titill en þótti samt ekki hæfa þessari nýju þýðingu sögunnar. Meginástæða þess er sú að hann tengist ekki bókinni, er ekki þýðing á titli hennar eða vísar inn í hana. Þvert á móti vísar hann í alþekkt ljóð eftir Jónas Hallgrímsson, « Móðurást », og kallar ósjálfrátt fram myndir úr því. Í öðru lagi vegna þess að Wuthering Heights er eiginnafn, nafnið á býlinu sem er miðlægt í sögunni og eiginnöfn er ekki endilega venja að þýða. Oliver Twist heitir ekki Ólafur Teitsson hjá okkur. Nafnið á býlinu er óþýtt í gömlu þýðingunni, þar heitir það Wuthering Heights, titillinn er sjálfstætt viðhengi. Nafnið er útskýrt snemma í sögunni (bls. 6 í nýrri þýðingu) þar eð það er líka framandi fyrir enskumælandi fólk: "Býli Heathcliffs heitir Wuthering Heights eða Vindheimar. "Wuthering" er lýsingarorð bundið við þetta hérað og á við veðrahaminn á ákveðnum stað í stormviðri." Þýðandi fékk ótal uppástungur að íslensku nafni á býlinu - m.a. Alviðra, Vindheimar, Vindheiði, Veðravíti - en var ekki nógu ánægður með neina þeirra. Það varð því úr að leyfa upphaflegu heiti Emily Brontë að halda sér á nýju íslensku þýðingunni, enda erum við því alvön á 21. öldinni að taka við nöfnum á stöðum, fólki og verkum á erlendum tungumálum."
Mest lesið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Tchéky Karyo látinn Lífið Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Lífið Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Fleiri fréttir Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sjá meira