Innlent

Samþykkt að selja hlut Reykjavíkur í Landsvirkjun

Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarstjóri í Reykjavík.
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarstjóri í Reykjavík. MYND/Valgarður

Samþykkt var á sjöunda tímanum í kvöld á borgarstjórnarfundi að selja hlut Reykjavíkurborgar í Landsvirkjun. Umræður tóku langan tíma og var tillagan samþykkt með meirihlutaatkvæðum Sjálfstæðismanna og Framsóknarflokksins. Borgarfulltrúar Vinstri grænna, Samfylkingarinnar og Frjálslyndra greiddu hinsvegar atkvæði gegn sölunni.

Minnihlutinn sakaði borgarstjóra um ófagleg vinnubrögð og sagði að ekki væri víst hvort að lífeyrissjóðirnir myndu fá þann pening sem þeim var lofað þar sem skuldabréfin sem að Reykjavíkurborg kemur til með að fá verða á breytilegum vöxtum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×