Bandaríski flotinn tekur ákvarðanir 21. nóvember 2006 19:37 Utanríkisráðuneytið þarf að spyrja bandaríska flotann áður en svar er gefið um það hvort heimila megi aðgang að gögnum um hleranir íslenskra stjórnvalda á tímum kalda stríðsins. Þetta kemur fram í gögnum frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál. Blaðamaður NFS bað um aðgang að ÖLLUM þeim gögnum sem flutt voru úr dómsmálaráðuneyti í Þjóðskjalasafn og fjölluðu um hleranir á tímum kalda stríðsins. Aðgangi var neitað og leitaði blaðamaður liðsinnis úrskurðarnefndarinnar. Hún þarf lögum samkvæmt að leita upplýsinga um alla þætti sem kunna að rökstyðja neitun um aðgang að opinberum gögnum. Koma til dæmis til álita þagnarskylduákvæði vegna öryggishagsmuna íslenska ríkisins. Þegar dómsmálaráðuneytið var spurt um þetta atriði vék það sér undan því og kastaði boltanum til utanríkisráðuneytisisns. Það ráðuneytið var þá krafið svara og fékk frest til 30. október. Fresturinn leið án þess að svar bærist. Þegar nefndin ítrekaði erindið kom skýring á töfinni þess efnis að vegna erindisins hefði þurft að leitað eftir upplýsingum frá Bandaríska flotanum. Þau svör hefðu enn ekki borist - en þeirra væri að vænta. Það skal endurtekið að utanríkisráðuneytið var spurt um núverandi öryggishagsmuni íslenska ríkisins - vegna hlerana á íslenskum þegnum fyrir áratugum. Bandaríski flotinn ætlar að svara undir lok þessarar viku. Þess má geta að fjöldi gagna um hleranir hefur verið birtur - án þess að persónuleg auðkenni sjáist hjá þeim mönnum sem hlerað var hjá. NFS hefur ekki vitneskju um það hvort beiðnin um álit Bandaríska flotans snýr eingöngu að þessum gögnum, eða mögulega öðrum sem enn eru óséð. Fréttir Innlent Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira
Utanríkisráðuneytið þarf að spyrja bandaríska flotann áður en svar er gefið um það hvort heimila megi aðgang að gögnum um hleranir íslenskra stjórnvalda á tímum kalda stríðsins. Þetta kemur fram í gögnum frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál. Blaðamaður NFS bað um aðgang að ÖLLUM þeim gögnum sem flutt voru úr dómsmálaráðuneyti í Þjóðskjalasafn og fjölluðu um hleranir á tímum kalda stríðsins. Aðgangi var neitað og leitaði blaðamaður liðsinnis úrskurðarnefndarinnar. Hún þarf lögum samkvæmt að leita upplýsinga um alla þætti sem kunna að rökstyðja neitun um aðgang að opinberum gögnum. Koma til dæmis til álita þagnarskylduákvæði vegna öryggishagsmuna íslenska ríkisins. Þegar dómsmálaráðuneytið var spurt um þetta atriði vék það sér undan því og kastaði boltanum til utanríkisráðuneytisisns. Það ráðuneytið var þá krafið svara og fékk frest til 30. október. Fresturinn leið án þess að svar bærist. Þegar nefndin ítrekaði erindið kom skýring á töfinni þess efnis að vegna erindisins hefði þurft að leitað eftir upplýsingum frá Bandaríska flotanum. Þau svör hefðu enn ekki borist - en þeirra væri að vænta. Það skal endurtekið að utanríkisráðuneytið var spurt um núverandi öryggishagsmuni íslenska ríkisins - vegna hlerana á íslenskum þegnum fyrir áratugum. Bandaríski flotinn ætlar að svara undir lok þessarar viku. Þess má geta að fjöldi gagna um hleranir hefur verið birtur - án þess að persónuleg auðkenni sjáist hjá þeim mönnum sem hlerað var hjá. NFS hefur ekki vitneskju um það hvort beiðnin um álit Bandaríska flotans snýr eingöngu að þessum gögnum, eða mögulega öðrum sem enn eru óséð.
Fréttir Innlent Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira