Íslendingur enn í lífshættu eftir líkamsárás í Lundúnum 21. nóvember 2006 17:23 MYND/Reuters Íslendingurinn sem ráðist var á í austurhluta Lundúna að morgni síðastliðins sunnudags er enn á gjörgæsludeild og í lífshættu. Maðurinn er 36 ára og heitir Haraldur Hannes Guðmundsson og hafa aðstandendur hans hafi fjárstöfnun honum til stuðnings. Að sögn Harðar Helga Helgasonar, aðstandanda Haraldar, hefur Haraldur búið með konu sinni í Lundúnum í sjö ár en þar starfar hann sem ljósmyndari. Þrír hettuklæddir menn réðust á hann á sunnudagsmorgun þar sem hann var á reiðhjóli skammt frá heimili sínu. Árásin var algjörlega tilefnislaus en hún náðist á öryggismyndavél auk þess sem vitni urðu að ódæðinu.Fram kemur í tilkynningu frá aðstandendum Haraldar að hann hafi í kjölfarið verið fluttur á nálægt bráðasjúkrahús þar sem hann gekkst undir sex klukkustunda langa aðgerð. Aðgerðin tókst vel en sökum alvarlegra höfuðáverka liggur Haraldur Hannes á gjörgæsludeild og er í lífshættu.Aðstandendur Haraldar vilja koma á framfæri kæru þakklæti til alls þess fjölda fólks sem hefur haft samband, komið á framfæri kveðjum og hafa beðið fyrir góðum bata hans og um leið hafa þeir stofnað reikning í nafni hans hjá SPRON.Að sögn Harðar Helga er það gert vegna þess hve alvarleg meiðsli hans eru og því óvíst hversu vel hann nær sér og þá hversu langan tíma hann er að ná bata. Hörður Helgi segir ekki ljóst hvort Haraldur hafi orðið fyrir heilaskaða í árásinni. Reikningurinn sem stofnaður hefur verið í nafni Haraldar er með númerið 1150-26-26600, kt. 070970-4229.Að sögn Sigurðar Arnarsonar, sendirráðsprests í Lundúnum, liggur ekki fyrir hvort árásarmennirnir hafi verið handteknir en miklar annir hafi verið hjá lögreglunni í Lundúnum nú eftir helgina. Hann segir ekki óeðliegt að hlutir sem þessir taki langan tíma hjá lögreglunni þar í borg. Fréttir Innlent Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Fleiri fréttir MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Sjá meira
Íslendingurinn sem ráðist var á í austurhluta Lundúna að morgni síðastliðins sunnudags er enn á gjörgæsludeild og í lífshættu. Maðurinn er 36 ára og heitir Haraldur Hannes Guðmundsson og hafa aðstandendur hans hafi fjárstöfnun honum til stuðnings. Að sögn Harðar Helga Helgasonar, aðstandanda Haraldar, hefur Haraldur búið með konu sinni í Lundúnum í sjö ár en þar starfar hann sem ljósmyndari. Þrír hettuklæddir menn réðust á hann á sunnudagsmorgun þar sem hann var á reiðhjóli skammt frá heimili sínu. Árásin var algjörlega tilefnislaus en hún náðist á öryggismyndavél auk þess sem vitni urðu að ódæðinu.Fram kemur í tilkynningu frá aðstandendum Haraldar að hann hafi í kjölfarið verið fluttur á nálægt bráðasjúkrahús þar sem hann gekkst undir sex klukkustunda langa aðgerð. Aðgerðin tókst vel en sökum alvarlegra höfuðáverka liggur Haraldur Hannes á gjörgæsludeild og er í lífshættu.Aðstandendur Haraldar vilja koma á framfæri kæru þakklæti til alls þess fjölda fólks sem hefur haft samband, komið á framfæri kveðjum og hafa beðið fyrir góðum bata hans og um leið hafa þeir stofnað reikning í nafni hans hjá SPRON.Að sögn Harðar Helga er það gert vegna þess hve alvarleg meiðsli hans eru og því óvíst hversu vel hann nær sér og þá hversu langan tíma hann er að ná bata. Hörður Helgi segir ekki ljóst hvort Haraldur hafi orðið fyrir heilaskaða í árásinni. Reikningurinn sem stofnaður hefur verið í nafni Haraldar er með númerið 1150-26-26600, kt. 070970-4229.Að sögn Sigurðar Arnarsonar, sendirráðsprests í Lundúnum, liggur ekki fyrir hvort árásarmennirnir hafi verið handteknir en miklar annir hafi verið hjá lögreglunni í Lundúnum nú eftir helgina. Hann segir ekki óeðliegt að hlutir sem þessir taki langan tíma hjá lögreglunni þar í borg.
Fréttir Innlent Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Fleiri fréttir MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Sjá meira