Innlent

OR leitar heitra vatnsæða í Fljótshlíð

Guðmundur Þóroddsson, forstjóri OR,
og Ólafur Eggertsson, oddviti sveitarstjórnar Rangárþings eystra, undirrita samninginn.
Guðmundur Þóroddsson, forstjóri OR, og Ólafur Eggertsson, oddviti sveitarstjórnar Rangárþings eystra, undirrita samninginn.

Orkuveita Reykjavíkur og Rangárþing eystra hafa gert með sér samkomulag um jarðhitaleit í Fljótshlíð, en þar eru flestir bæir nú hitaðir með rafmagni. Fram kemur í tilkynningu frá aðilunum tveimur að forsenda slíkrar leitar sé að samkomulag náist við landeigendur, en sveitarfélagið mun þegar hefjast handa við að afla heimildar þeirra. Hugmyndin er að bora tiltölulega grunnar rannsóknarholur víðs vegar um Fljótshlíðina til að leita heitra vatnsæða. Finnist heitt vatn í nýtanlegu mæli verður það notað til að mæta ört vaxandi eftirspurn í Fljótshlíðinni en mikil uppbygging hefur verið í sumarhúsabyggðum og í ferðaþjónustu þar á undanförnum árum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×