Innlent

Konur í rafiðnaði með hærri dagvinnulaun en karlar

Konur í rafiðnaði sem lokið hafa sveinsprófi eða meiri menntun reyndust hafa 18 prósentum hærri dagvinnulaun en karlar í sömu stöðu samkvæmt könnun sem Gallup gerði fyrir Rafiðnaðarsambandið í september síðastliðnum. Þetta kemur fram á heimasíðu Rafiðnaðarsambands Íslands.

Þar segir enn fremur að dagvinnutímar karla og kvenna í rafiðnaðarstörfum hafi að jafnaði verið um 164 tímar í mánuði. Hjá þeim félögum í Rafiðnaðarsambandinu sem ekki höfðu lokið námi reyndust karlar hafa um 6,5 prósentum hærri laun en sem fyrr segir höfðu konur með sveinspróf eða meira um 18 prósentum hærri laun en karlar í sömu stöðu. Þess ber að geta að konur eru um 12 prósent félagsmanna Rafiðnaðarsambandsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×