Launum verkafólks aðeins bjargað með 40-50% hækkun taxta 19. nóvember 2006 18:02 Eina leiðin til að bjarga launum verkafólks er að hækka taxta um allt að fimmtíu prósent, segir formaður Verkalýðsfélags Akraness. Hann segir umræðuna um erlent vinnuafl á villigötum, það sé hvorki hræðsluáróður né kynþáttafordómar að standa vörð um kjör launafólks. Rúmt ár er þar til kjarasamningar á almennum vinnumarkaði renna út. Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, segir að samningarnir verði að koma í veg fyrir þann gríðarlega ávinning sem atvinnurekendur hafa haft af því að ráða ódýrt vinnuafl frá Austur-Evrópu á berstrípaða taxta. "Það var gerð könnun meðal félagsmanna Starfsgreinasambandsins í sumar og þar kom fram að meðaldagvinnulaun félagsmanna eru 176.000 krónur," segir Vilhjálmur. Strípaðir taxtar, sem erlendu verkafólki er boðið upp á, eru hins vegar rúmum fimmtíuþúsund krónum lægri. "Og með þessu gríðarlega innstreymi sem orðið hefur á erlendu, ódýru vinnuafli frá Austur-Evrópu, þá eru markaðslaunin í umtalsverðri hættu," segir Vilhjálmur. Vilhjálmur segir laun íslenskra verkamanna nú þegar á hraðri niðurleið og hann er ósáttur við að umræðan um útlent verkafólk á Íslandi hafi verið teymd út á villigötur. En er hann hræddur um að íslenskt verkafólk rísi upp á afturlappirnar þegar dregur úr þenslunni? "Við getum tekið einfalt dæmi; Miðað við þessa könnun þá eru markaðslaun í dag rúmar þúsund krónur á tímann í dagvinnu. Ef að atvinnurekandi getur fengið ódýrt erlent vinnuafl á rétt rúmar 700 krónur, þá hræðist ég það einfaldlega að hann muni, þegar kreppir að, taka erlenda starfsmanninn. Ég tel það engan hræðsluáróður eða kynþáttafordóma þó að íslenskt launafólk vilji fara yfir þessi mál." Fréttir Innlent Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Fleiri fréttir MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Sjá meira
Eina leiðin til að bjarga launum verkafólks er að hækka taxta um allt að fimmtíu prósent, segir formaður Verkalýðsfélags Akraness. Hann segir umræðuna um erlent vinnuafl á villigötum, það sé hvorki hræðsluáróður né kynþáttafordómar að standa vörð um kjör launafólks. Rúmt ár er þar til kjarasamningar á almennum vinnumarkaði renna út. Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, segir að samningarnir verði að koma í veg fyrir þann gríðarlega ávinning sem atvinnurekendur hafa haft af því að ráða ódýrt vinnuafl frá Austur-Evrópu á berstrípaða taxta. "Það var gerð könnun meðal félagsmanna Starfsgreinasambandsins í sumar og þar kom fram að meðaldagvinnulaun félagsmanna eru 176.000 krónur," segir Vilhjálmur. Strípaðir taxtar, sem erlendu verkafólki er boðið upp á, eru hins vegar rúmum fimmtíuþúsund krónum lægri. "Og með þessu gríðarlega innstreymi sem orðið hefur á erlendu, ódýru vinnuafli frá Austur-Evrópu, þá eru markaðslaunin í umtalsverðri hættu," segir Vilhjálmur. Vilhjálmur segir laun íslenskra verkamanna nú þegar á hraðri niðurleið og hann er ósáttur við að umræðan um útlent verkafólk á Íslandi hafi verið teymd út á villigötur. En er hann hræddur um að íslenskt verkafólk rísi upp á afturlappirnar þegar dregur úr þenslunni? "Við getum tekið einfalt dæmi; Miðað við þessa könnun þá eru markaðslaun í dag rúmar þúsund krónur á tímann í dagvinnu. Ef að atvinnurekandi getur fengið ódýrt erlent vinnuafl á rétt rúmar 700 krónur, þá hræðist ég það einfaldlega að hann muni, þegar kreppir að, taka erlenda starfsmanninn. Ég tel það engan hræðsluáróður eða kynþáttafordóma þó að íslenskt launafólk vilji fara yfir þessi mál."
Fréttir Innlent Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Fleiri fréttir MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Sjá meira