Innlent

Ófærð og snjór á höfuðborgarsvæðinu

MYND/Vísir

Á milli sextíu og sjötíu björgunarsveitarmenn á höfuðborgarsvæðinu hafa sinnt yfir eitt hundrað og tuttugu verkefnum í nótt og í morgun vegna mikillar ófærðar. Bílar eru víða fastir eftir mikla ofankomu í nótt. Búið er að hreinsa flestar stærstu umferðaræðarnar en íbúðargötur eru þó margar hverjar á kafi í snjó. Vandræði hafa skapast á Víkurvegi við Vesturlandsveg og hefur fjöldi bíla fest sig þar. Alls eru sautján björgunarsveitarhópar að störfum.

Lögreglan í Reykjavík þurfti að óska eftir aðstoð Strætó bs. þar sem ófremdarástand myndaðist við leigubílaröðina í Lækjargötu í nótt. Þegar færðin tók að versna fækkaði leigubílum, röðin stækkaði og fólkið stóð á kafi snjó. Því voru fengnir strætisvagnar til að fólk kæmist í skjól og þegar líða tók á morguninn hófu vagnarnir að keyra fólkið heim. Ökumenn höfðu samband við lögreglu í nótt vegna hættu sem skapaðist af ölvuðu fólki sem ákvað að ganga heim úr miðbænum og gekk eftir miðjum götum.

Einhverjir ákváðu að skilja bíla sína eftir í nótt þegar snjóa tók og hafa yfirgefnir bíla valdið nokkrum töfum á umferð. Nokkur minniháttar óhöpp og árekstrar hafa orðið á höfuðborgarsvæðinu í nótt og í morgun.

Björgunarsveitarmenn hafa meðal annars unnið að því í morgun að koma heilbrigðisstarfsfólki til vinnu sinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×