Innlent

Stal bíl á meðan eigandinn lá inni í húsinu í fastasvefni

MYND/Haraldur

Þjófur gerðist bíræfinn í nótt þegar hann stal bíl fyrir utan íbúðarhús á meðan eigandinn lá í fastasvefni inni í húsinu. Lögreglunni í Reykjavík berst á ári hverju fjöldi tilkynninga um að bílum hafi verið stolið og er bílum oftar stolið um helgar en á virkum dögum.

Lögreglunni reynist oftar en ekki erfitt að koma höndum yfir þjófana og telur að henni takist það aðeins í einu af hverjum tíu tilfellum. Bílinn sem rænt var í nótt er ljósgrá Toyota Corolla árgerð 2001 og hefur skráningarnúmerið TU-514. Ef einhver hefur séð bílinn eða varð var við þjófana í nótt er sá hinn sami beðinn að hafa samband við Lögregluna í Reykjavík í síma 444-1000.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×