Innlent

Sparisjóðir Siglufjarðar og Skagafjarðar að sameinast

Á stjórnarfundum Sparisjóðs Siglufjarðar og Sparisjóðs Skagafjarðar í dag var samþykkt að hefja viðræður um sameiningu sparisjóðanna. Markmið þessarar sameiningar er að efla sjóðina, til að hægt sé að takast á við stærri verkefni. Samrunanefnd verður skipuð af stjórnum beggja sjóðanna.

Stofnfjáraðilar í Sparisjóði Skagafjarðar eru 140. Sjóðurinn var stofnaður árið 1907 og hét áður Sparisjóður Hólahrepps. Sjóðurinn starfaði í Hólahreppi fram til ársins 2000, þegar starfsemi hans var flutt til Sauðárkróks.

Sparisjóður Mýrasýslu á 99,9% af stofnfé Sparisjóðs Siglufjarðar. Sjóðurinn var stofnaður árið 1873 og er elsta starfandi peningastofnun landsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×