Norsk Hydro keppir við fleiri álfyrirtæki um að tengjast djúpborunum Íslendinga 17. nóvember 2006 18:40 Helsti sérfræðingur landsins í stóriðjumálum segir Norsk Hydro líta á Ísland sem langtímamarkmið, og það búist ekki við að geta reist hér álver fyrr en eftir tíu til fimmtán ár, í fyrsta lagi. Fyrirtækið er nú komið í hóp fjögurra álfyrirtækja sem keppa um að fá að taka þátt í djúpborunartilraunum hérlendis sem þau telja lykil að gríðarlegu orkuforðabúri framtíðar. Norsk Hydro tilkynnti í gær að fyrirtækið væri búið að opna skrifstofu í Reykjavík til að skoða tækifæri í orkunýtingu og áliðnaði hérlendis, aðeins fjórum árum eftir að fyrirtækið bakkaði út úr álversuppbyggingu á Austfjörðum. Garðar Ingvarsson, hagfræðingur og ráðgjafi í stóriðjumálum, hefur í meira en fjörutíu ár unnið að verkefnum á þessum sviði, lengst af, fyrir hönd stjórnvalda og Landsvirkjunar, að reyna að fá erlend fyrirtæki til að fjárfesta í orkufrekum iðnaði hérlendis. Hann segir ljóst að skyndilegt brotthvarf Hydro frá Reyðarálsverkefninu muni ekki auðvelda því endurkomu. Undir það tekur forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, Guðmundur Þóroddsson. Ljóst er að Norsk Hydro þarf að fara í biðröð. Orkuveita Reykjavíkur verður ekki aflögufær fyrr en árið 2012 og sama staða blasir við hjá öðrum orkufyrirtækjum. Garðar telur Hydromenn vera að hugsa lengra fram í tímann. Þeir búist ekki við að geta reist álver hérlendis fyrr en í fyrsta lagi eftir tíu til fimmtán ár. Garðar bendir á að Norsk Hydro vilji koma að djúpborunarverkefni Íslendinga. Ef þar gangi allt eftir ítrustu óskum væru Íslendingar ekki með 20 terawattstundir í jarðgufuvirkjunum heldur hugsanlega 200 terawattstundir, og þá sé aldeilis komin önnur stærðargráða í málin. Olíudeild Norsk Hydro hafi mikla reynslu í erfiðum borunum, þeir telji sig vera meðal þeirra fremstu í heimi, og þeir hafi átt viðræður við stjórnarnefnd djúpborunarverkefnisins um hugsanlega aðkomu að því með sinni tækni. Guðmundur Þóroddsson segir að álfyrirtækin Alcan, Alcoa og Century sem og fleiri aðilar hafi einnig óskað eftir að koma að djúpborunum. Hann hafi fundið fyrir sívaxandi áhuga erlendra fyrirtækja á undanförnum misserum að koma til Íslands. Það sem sé merkilegt sé að umhverfisvinkillinn sé að verða sífellt mikilvægari úti í heimi. Öfugt við marga Íslendinga líti menn úti í heimi svo á að orkan hérlendis sé mjög umhverfisvæn og æskilegt sé að nota hana í iðnaðarframleiðslu. Fréttir Innlent Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Sjá meira
Helsti sérfræðingur landsins í stóriðjumálum segir Norsk Hydro líta á Ísland sem langtímamarkmið, og það búist ekki við að geta reist hér álver fyrr en eftir tíu til fimmtán ár, í fyrsta lagi. Fyrirtækið er nú komið í hóp fjögurra álfyrirtækja sem keppa um að fá að taka þátt í djúpborunartilraunum hérlendis sem þau telja lykil að gríðarlegu orkuforðabúri framtíðar. Norsk Hydro tilkynnti í gær að fyrirtækið væri búið að opna skrifstofu í Reykjavík til að skoða tækifæri í orkunýtingu og áliðnaði hérlendis, aðeins fjórum árum eftir að fyrirtækið bakkaði út úr álversuppbyggingu á Austfjörðum. Garðar Ingvarsson, hagfræðingur og ráðgjafi í stóriðjumálum, hefur í meira en fjörutíu ár unnið að verkefnum á þessum sviði, lengst af, fyrir hönd stjórnvalda og Landsvirkjunar, að reyna að fá erlend fyrirtæki til að fjárfesta í orkufrekum iðnaði hérlendis. Hann segir ljóst að skyndilegt brotthvarf Hydro frá Reyðarálsverkefninu muni ekki auðvelda því endurkomu. Undir það tekur forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, Guðmundur Þóroddsson. Ljóst er að Norsk Hydro þarf að fara í biðröð. Orkuveita Reykjavíkur verður ekki aflögufær fyrr en árið 2012 og sama staða blasir við hjá öðrum orkufyrirtækjum. Garðar telur Hydromenn vera að hugsa lengra fram í tímann. Þeir búist ekki við að geta reist álver hérlendis fyrr en í fyrsta lagi eftir tíu til fimmtán ár. Garðar bendir á að Norsk Hydro vilji koma að djúpborunarverkefni Íslendinga. Ef þar gangi allt eftir ítrustu óskum væru Íslendingar ekki með 20 terawattstundir í jarðgufuvirkjunum heldur hugsanlega 200 terawattstundir, og þá sé aldeilis komin önnur stærðargráða í málin. Olíudeild Norsk Hydro hafi mikla reynslu í erfiðum borunum, þeir telji sig vera meðal þeirra fremstu í heimi, og þeir hafi átt viðræður við stjórnarnefnd djúpborunarverkefnisins um hugsanlega aðkomu að því með sinni tækni. Guðmundur Þóroddsson segir að álfyrirtækin Alcan, Alcoa og Century sem og fleiri aðilar hafi einnig óskað eftir að koma að djúpborunum. Hann hafi fundið fyrir sívaxandi áhuga erlendra fyrirtækja á undanförnum misserum að koma til Íslands. Það sem sé merkilegt sé að umhverfisvinkillinn sé að verða sífellt mikilvægari úti í heimi. Öfugt við marga Íslendinga líti menn úti í heimi svo á að orkan hérlendis sé mjög umhverfisvæn og æskilegt sé að nota hana í iðnaðarframleiðslu.
Fréttir Innlent Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Sjá meira