Norsk Hydro keppir við fleiri álfyrirtæki um að tengjast djúpborunum Íslendinga 17. nóvember 2006 18:40 Helsti sérfræðingur landsins í stóriðjumálum segir Norsk Hydro líta á Ísland sem langtímamarkmið, og það búist ekki við að geta reist hér álver fyrr en eftir tíu til fimmtán ár, í fyrsta lagi. Fyrirtækið er nú komið í hóp fjögurra álfyrirtækja sem keppa um að fá að taka þátt í djúpborunartilraunum hérlendis sem þau telja lykil að gríðarlegu orkuforðabúri framtíðar. Norsk Hydro tilkynnti í gær að fyrirtækið væri búið að opna skrifstofu í Reykjavík til að skoða tækifæri í orkunýtingu og áliðnaði hérlendis, aðeins fjórum árum eftir að fyrirtækið bakkaði út úr álversuppbyggingu á Austfjörðum. Garðar Ingvarsson, hagfræðingur og ráðgjafi í stóriðjumálum, hefur í meira en fjörutíu ár unnið að verkefnum á þessum sviði, lengst af, fyrir hönd stjórnvalda og Landsvirkjunar, að reyna að fá erlend fyrirtæki til að fjárfesta í orkufrekum iðnaði hérlendis. Hann segir ljóst að skyndilegt brotthvarf Hydro frá Reyðarálsverkefninu muni ekki auðvelda því endurkomu. Undir það tekur forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, Guðmundur Þóroddsson. Ljóst er að Norsk Hydro þarf að fara í biðröð. Orkuveita Reykjavíkur verður ekki aflögufær fyrr en árið 2012 og sama staða blasir við hjá öðrum orkufyrirtækjum. Garðar telur Hydromenn vera að hugsa lengra fram í tímann. Þeir búist ekki við að geta reist álver hérlendis fyrr en í fyrsta lagi eftir tíu til fimmtán ár. Garðar bendir á að Norsk Hydro vilji koma að djúpborunarverkefni Íslendinga. Ef þar gangi allt eftir ítrustu óskum væru Íslendingar ekki með 20 terawattstundir í jarðgufuvirkjunum heldur hugsanlega 200 terawattstundir, og þá sé aldeilis komin önnur stærðargráða í málin. Olíudeild Norsk Hydro hafi mikla reynslu í erfiðum borunum, þeir telji sig vera meðal þeirra fremstu í heimi, og þeir hafi átt viðræður við stjórnarnefnd djúpborunarverkefnisins um hugsanlega aðkomu að því með sinni tækni. Guðmundur Þóroddsson segir að álfyrirtækin Alcan, Alcoa og Century sem og fleiri aðilar hafi einnig óskað eftir að koma að djúpborunum. Hann hafi fundið fyrir sívaxandi áhuga erlendra fyrirtækja á undanförnum misserum að koma til Íslands. Það sem sé merkilegt sé að umhverfisvinkillinn sé að verða sífellt mikilvægari úti í heimi. Öfugt við marga Íslendinga líti menn úti í heimi svo á að orkan hérlendis sé mjög umhverfisvæn og æskilegt sé að nota hana í iðnaðarframleiðslu. Fréttir Innlent Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Innlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Erlent Fleiri fréttir „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Sjá meira
Helsti sérfræðingur landsins í stóriðjumálum segir Norsk Hydro líta á Ísland sem langtímamarkmið, og það búist ekki við að geta reist hér álver fyrr en eftir tíu til fimmtán ár, í fyrsta lagi. Fyrirtækið er nú komið í hóp fjögurra álfyrirtækja sem keppa um að fá að taka þátt í djúpborunartilraunum hérlendis sem þau telja lykil að gríðarlegu orkuforðabúri framtíðar. Norsk Hydro tilkynnti í gær að fyrirtækið væri búið að opna skrifstofu í Reykjavík til að skoða tækifæri í orkunýtingu og áliðnaði hérlendis, aðeins fjórum árum eftir að fyrirtækið bakkaði út úr álversuppbyggingu á Austfjörðum. Garðar Ingvarsson, hagfræðingur og ráðgjafi í stóriðjumálum, hefur í meira en fjörutíu ár unnið að verkefnum á þessum sviði, lengst af, fyrir hönd stjórnvalda og Landsvirkjunar, að reyna að fá erlend fyrirtæki til að fjárfesta í orkufrekum iðnaði hérlendis. Hann segir ljóst að skyndilegt brotthvarf Hydro frá Reyðarálsverkefninu muni ekki auðvelda því endurkomu. Undir það tekur forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, Guðmundur Þóroddsson. Ljóst er að Norsk Hydro þarf að fara í biðröð. Orkuveita Reykjavíkur verður ekki aflögufær fyrr en árið 2012 og sama staða blasir við hjá öðrum orkufyrirtækjum. Garðar telur Hydromenn vera að hugsa lengra fram í tímann. Þeir búist ekki við að geta reist álver hérlendis fyrr en í fyrsta lagi eftir tíu til fimmtán ár. Garðar bendir á að Norsk Hydro vilji koma að djúpborunarverkefni Íslendinga. Ef þar gangi allt eftir ítrustu óskum væru Íslendingar ekki með 20 terawattstundir í jarðgufuvirkjunum heldur hugsanlega 200 terawattstundir, og þá sé aldeilis komin önnur stærðargráða í málin. Olíudeild Norsk Hydro hafi mikla reynslu í erfiðum borunum, þeir telji sig vera meðal þeirra fremstu í heimi, og þeir hafi átt viðræður við stjórnarnefnd djúpborunarverkefnisins um hugsanlega aðkomu að því með sinni tækni. Guðmundur Þóroddsson segir að álfyrirtækin Alcan, Alcoa og Century sem og fleiri aðilar hafi einnig óskað eftir að koma að djúpborunum. Hann hafi fundið fyrir sívaxandi áhuga erlendra fyrirtækja á undanförnum misserum að koma til Íslands. Það sem sé merkilegt sé að umhverfisvinkillinn sé að verða sífellt mikilvægari úti í heimi. Öfugt við marga Íslendinga líti menn úti í heimi svo á að orkan hérlendis sé mjög umhverfisvæn og æskilegt sé að nota hana í iðnaðarframleiðslu.
Fréttir Innlent Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Innlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Erlent Fleiri fréttir „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Sjá meira