B&L og GR semja um BMW mótaröðina 16. nóvember 2006 22:24 Ómar Örn Friðriksson, markaðsstjóri GR og Haraldur Haraldsson, hönnunarstjóri B&L, handssala nýjan samstarfssamning Bílaumboðið B&L og GR gerðu nýlega með sér samstarfssamning um að GR sjái um framkvæmd alþjóðlegu mótaraðarinnar BMW Golf Cup International hér á landi. Samningurinn er til þriggja ára og er jafnframt sá fyrsti sem samningsaðilar gera með sér. B&L hefur gengist fyrir BMW Golf Cup International frá árinu 2003. Á næsta ári fer það því fram í fimmta sinn, en það hefur vaxið í að verða meðal stærstu golfmóta sumarsins með á þriðja hundrað þátttakendur. Um opið mót er að ræða, háð í tveimur styrkleikaflokkum karla og einum flokki kvenna og er það eingöngu ætlað áhugakylfingum. Veitt eru verðlaun fyrir þrjú efstu sætin í hverjum flokki, auk þess sem sigurvegarar hvers flokks taka í boði BMW þátt í úrslitamóti mótaraðarinnar. Úrslitamót BMW Golf Cup International þykja með þeim allra veglegustu, sér lagi hvað aðstöðu og umgjörð þeirra snertir. Mótin skiptast í einstaklingskeppni annars vegar og liðakeppni hins vegar, þar sem sigurvegarar frá hverju landi mynda hverjir sitt lit. Íslensku þátttakendunum hefur vegnað ágætlega og blönduðu sér m.a. í topp þrjú baráttuna í fyrra, auk þess sem Hansína Þorkelsdóttir hlaut verðlaun fyrir lengsta drive í kvennaflokki. Sigurvegarnir frá því í ár, þau Annel Jón Þorkelsson, GSG, Jóhann Guðmundsson, GÖ og Ingunn Einarsdóttir, GKG, munu svo halda til Suður-Afríku fyrstu vikuna í desember, þar sem BMW Golf Cup International Final fer fram. Golf Innlendar Íþróttir Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Bílaumboðið B&L og GR gerðu nýlega með sér samstarfssamning um að GR sjái um framkvæmd alþjóðlegu mótaraðarinnar BMW Golf Cup International hér á landi. Samningurinn er til þriggja ára og er jafnframt sá fyrsti sem samningsaðilar gera með sér. B&L hefur gengist fyrir BMW Golf Cup International frá árinu 2003. Á næsta ári fer það því fram í fimmta sinn, en það hefur vaxið í að verða meðal stærstu golfmóta sumarsins með á þriðja hundrað þátttakendur. Um opið mót er að ræða, háð í tveimur styrkleikaflokkum karla og einum flokki kvenna og er það eingöngu ætlað áhugakylfingum. Veitt eru verðlaun fyrir þrjú efstu sætin í hverjum flokki, auk þess sem sigurvegarar hvers flokks taka í boði BMW þátt í úrslitamóti mótaraðarinnar. Úrslitamót BMW Golf Cup International þykja með þeim allra veglegustu, sér lagi hvað aðstöðu og umgjörð þeirra snertir. Mótin skiptast í einstaklingskeppni annars vegar og liðakeppni hins vegar, þar sem sigurvegarar frá hverju landi mynda hverjir sitt lit. Íslensku þátttakendunum hefur vegnað ágætlega og blönduðu sér m.a. í topp þrjú baráttuna í fyrra, auk þess sem Hansína Þorkelsdóttir hlaut verðlaun fyrir lengsta drive í kvennaflokki. Sigurvegarnir frá því í ár, þau Annel Jón Þorkelsson, GSG, Jóhann Guðmundsson, GÖ og Ingunn Einarsdóttir, GKG, munu svo halda til Suður-Afríku fyrstu vikuna í desember, þar sem BMW Golf Cup International Final fer fram.
Golf Innlendar Íþróttir Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira