Kraftakeppnin hefst á mánudaginn 16. nóvember 2006 22:45 Zydrunas Savickas verður að teljast sigurstranglegur á mótinu, en hann tekur hér við sigurlaununum á Arnold Classic úr höndum Tortímandans sjálfs Keppnin um sterkasta mann heims hjá aflraunasambandinu IFSA hefst með látum í álverinu í Straumsvík á mánudaginn en þar er um að ræða forkeppni. Þaðan komast svo 12 keppendur áfram í úrslit sem fara fram í Reiðhöllinni í Víðidal á föstudag og laugardag eftir viku. 24 keppendur munu á mánudaginn etja kappi í álverinu um 12 laus sæti í úrslitunum og þar verða þrír Íslendingar meðal keppenda, þeir Benedikt Magnússon, Georg Ögmundsson og Stefán Sölvi Pétursson. Keppninni verður sjónvarpað í 219 löndum á 15 tungumálum og berst hún þar með inn á um 350 milljón heimili víðsvegar um heiminn ef marka má fréttatilkynningu frá IFSA Ísland. Enginn aðgangseyrir verður á forkeppnina í Straumsvík en þar hefjast átökin klukkan 14 mánudaginn 20. nóvember nk. Úrslitin fara svo fram í Reiðhöllinni í Víðidal eins og áður sagði og þar hefst keppni klukkan 18:00 á föstudeginum 24. nóvember og klukkan 15 á laugardeginum 25. nóvember. Aðgangseyrir er 1500 krónur á hvorn keppnisdag í úrslitunum fyrir sig - en hægt verður að kaupa miða á báða keppnisdagana fyrir aðeins 2000 krónur. Mótið verður helgað minningu Jóns Páls Sigmarssonar og verður verðlaunagripur mótsins stytta af Jóni sem Orkuveitan hefur látið smíða. Innlendar Íþróttir Mest lesið McGregor sakaður um nauðgun Sport Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Enski boltinn „Ung ég hefði verið í andlegu áfalli“ Sport FIFA hótar félögunum stórum sektum Fótbolti Segir æðislegt að fá Aron til sín Handbolti „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Íslenski boltinn Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Enski boltinn Ísland í aðalhlutverki á meistarahring Elísabetar Sport Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Fleiri fréttir Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Segir æðislegt að fá Aron til sín Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna „Ung ég hefði verið í andlegu áfalli“ Ísland í aðalhlutverki á meistarahring Elísabetar McGregor sakaður um nauðgun FIFA hótar félögunum stórum sektum Dagskráin í dag: Stórleikir í Mílanó og París Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Valskonur óstöðvandi William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Ísland náði jafntefli gegn Spáni PSV og Zagreb skoruðu fjögur Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram Frestað vegna veðurs „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Íslendingar hjálpuðu við að setja heimsmet í New York Sjá meira
Keppnin um sterkasta mann heims hjá aflraunasambandinu IFSA hefst með látum í álverinu í Straumsvík á mánudaginn en þar er um að ræða forkeppni. Þaðan komast svo 12 keppendur áfram í úrslit sem fara fram í Reiðhöllinni í Víðidal á föstudag og laugardag eftir viku. 24 keppendur munu á mánudaginn etja kappi í álverinu um 12 laus sæti í úrslitunum og þar verða þrír Íslendingar meðal keppenda, þeir Benedikt Magnússon, Georg Ögmundsson og Stefán Sölvi Pétursson. Keppninni verður sjónvarpað í 219 löndum á 15 tungumálum og berst hún þar með inn á um 350 milljón heimili víðsvegar um heiminn ef marka má fréttatilkynningu frá IFSA Ísland. Enginn aðgangseyrir verður á forkeppnina í Straumsvík en þar hefjast átökin klukkan 14 mánudaginn 20. nóvember nk. Úrslitin fara svo fram í Reiðhöllinni í Víðidal eins og áður sagði og þar hefst keppni klukkan 18:00 á föstudeginum 24. nóvember og klukkan 15 á laugardeginum 25. nóvember. Aðgangseyrir er 1500 krónur á hvorn keppnisdag í úrslitunum fyrir sig - en hægt verður að kaupa miða á báða keppnisdagana fyrir aðeins 2000 krónur. Mótið verður helgað minningu Jóns Páls Sigmarssonar og verður verðlaunagripur mótsins stytta af Jóni sem Orkuveitan hefur látið smíða.
Innlendar Íþróttir Mest lesið McGregor sakaður um nauðgun Sport Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Enski boltinn „Ung ég hefði verið í andlegu áfalli“ Sport FIFA hótar félögunum stórum sektum Fótbolti Segir æðislegt að fá Aron til sín Handbolti „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Íslenski boltinn Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Enski boltinn Ísland í aðalhlutverki á meistarahring Elísabetar Sport Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Fleiri fréttir Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Segir æðislegt að fá Aron til sín Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna „Ung ég hefði verið í andlegu áfalli“ Ísland í aðalhlutverki á meistarahring Elísabetar McGregor sakaður um nauðgun FIFA hótar félögunum stórum sektum Dagskráin í dag: Stórleikir í Mílanó og París Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Valskonur óstöðvandi William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Ísland náði jafntefli gegn Spáni PSV og Zagreb skoruðu fjögur Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram Frestað vegna veðurs „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Íslendingar hjálpuðu við að setja heimsmet í New York Sjá meira