Innlent

Óveður á Kjalarnesi

Myndin er úr myndasafni.
Myndin er úr myndasafni. MYND/Vilhelm

Ennþá er óveður á Kjalarnesi en auðir vegir eru á Suður- og Suðvesturlandi. Á Norðurlandi og Austurlandi er víða hríðarveður og jafnvel stórhríð og ófært er yfir Þverárfjall. Varað er við óveðri sunnan Vatnajökuls.

Á Vesturlandi og Vestfjörðum er víða hálka eða hálkublettir og él eða skafrenningur.

Á Mývatns- og Möðrudalsöræfum er stórhríð og þungfært en þæfingsfærð er á Fagradal. Það er hins vegar ófært á Vopnafjarðarheiði, Fjarðarheiði og Oddsskarði. Eins er ófært bæði um Breiðdalsheiði og Öxi.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×