Innlent

Sótt í heita vatnið í kuldanum

Orkuveita Reykjavíkur.
Orkuveita Reykjavíkur. MYND/Róbert

Mikil notkun hefur verið á heitu vatni í kuldanum síðustu daga. Eftir hádegið í dag dældi Orkuveita Reykjavíkur um 13.300 tonnum af heitu vatni á klukkustund til notenda á höfuðborgarsvæðinu.

Til samanburðar má líta á notkunin á aðfangadag árið 2004 en þá var hún mest 14.400 tonn. Orkuveitan býst við að framleiðslan á heitu vatni muni aukast næstu daga ef veðurspáin gengur eftir. Orkuveitan getur mest framleitt 16.000 tonn á klukkustund.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×