Innlent

Hydro opnar skrifstofu á Íslandi

Vetnisstrætó
Vetnisstrætó MYND/Vísir

Fyrirtækið Hydro hefur opnað skrifstofu á Íslandi. Fyrirtækið hyggst þannig leita uppi og þróa ný ný umhverfisvæn viðskiptatækifæri á sviði ál- og orkuframleiðslu.

Hydro hefur stundað viðskipti á Íslandi um nokkurra ára skeið bæði í tengslum við áliðnað og orkuvinnslu. Fyrirtækið sér meðal annars álveri Norðuráls fyrir tækjabúnaði fyrir álframleiðslu. Hydro lagði einnig af mörkum tæknibúnað fyrir tilraunavetnisstöðina á Ártúnshöfða en hún sér vetnisstrætisvögnunum fyrir umhverfisvænu eldsneyti.

í tillkynningu frá Hydro segir: „ Það er ætlun Hydro með opnun skrifstofunnar á Íslandi að leita uppi og móta ný viðskiptatækifæri á sviði álframleiðslu, samtímis því sem skrifstofunni er ætlað að styðja enn frekar við þá starfsemi sem fyrirtækið er þegar með á Íslandi. Jafnframt verður sjónum beint að nýjum umhverfisvænum viðskiptatækifærum á sviði ál- og orkuframleiðslu, í sátt og samlyndi við íslenskt samfélag.“



Fleiri fréttir

Sjá meira


×