Innlent

Breytinga þörf á Akureyrarflugvelli

Umræddur flugvöllur á Akureyri.
Umræddur flugvöllur á Akureyri. MYND/Kristján

Akureyrarbær og KEA hafa boðist til þess að reiða fram fé til að hægt verði að lengja flugbrautina á Akureyrarflugvelli gegn því að ríkið endurgreiði þeim seinna.

Forráðamenn í ferðaþjónustu á Norðurlandi lýsa miklum vonbrigðum með að aðstæður hafi orðið til þess að Iceland Express hættir vetrarmillilandaflugi til Akureyrar í næsta mánuði. Þá er sumarflugið í endurskoðun en forstjóri félagsins hefur sagt að stutt flugbraut, lítil þjónusta á vellinum og ítrekuð óánægja farþega með röskun á áætlun geti orðið til þess að stefna fluginu í hættu. Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri, segir brýnt að fluginu verði viðhaldið og aðstæður bættar á flugvellinum á Akureyri. Hann vonast til að lenging flugbrautarinnar um 500 metra verði sem fyrst að veruleika.

Kristján sagði meðal annars: "Við höfum ýtt á eftir þessu mjög lengi, við bæjaryfirvöld, og höfum meðal annars í samstarfi við KEA boðið flýtifjármögnun á verkið ef að það gæti verið til þess að greiða fyrir þessu." Hann sagðist ennfremur vona að þetta næði inn á samgönguáætlun sem fyrst þessi lenging og að það væri verið að vinna að bætingu á aðflugsskilyrðum.

Hótelstjórinn á Hótel KEA sagði að ef flugaðilinn treysti sér ekki til þess að fljúga til Akureyrar vegna aðstæðna og dræmrar aðsóknar þá þyrfti að gera verulegt átak í þessum málum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×