Breytinga þörf á Akureyrarflugvelli 15. nóvember 2006 22:05 Umræddur flugvöllur á Akureyri. MYND/Kristján Akureyrarbær og KEA hafa boðist til þess að reiða fram fé til að hægt verði að lengja flugbrautina á Akureyrarflugvelli gegn því að ríkið endurgreiði þeim seinna. Forráðamenn í ferðaþjónustu á Norðurlandi lýsa miklum vonbrigðum með að aðstæður hafi orðið til þess að Iceland Express hættir vetrarmillilandaflugi til Akureyrar í næsta mánuði. Þá er sumarflugið í endurskoðun en forstjóri félagsins hefur sagt að stutt flugbraut, lítil þjónusta á vellinum og ítrekuð óánægja farþega með röskun á áætlun geti orðið til þess að stefna fluginu í hættu. Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri, segir brýnt að fluginu verði viðhaldið og aðstæður bættar á flugvellinum á Akureyri. Hann vonast til að lenging flugbrautarinnar um 500 metra verði sem fyrst að veruleika. Kristján sagði meðal annars: "Við höfum ýtt á eftir þessu mjög lengi, við bæjaryfirvöld, og höfum meðal annars í samstarfi við KEA boðið flýtifjármögnun á verkið ef að það gæti verið til þess að greiða fyrir þessu." Hann sagðist ennfremur vona að þetta næði inn á samgönguáætlun sem fyrst þessi lenging og að það væri verið að vinna að bætingu á aðflugsskilyrðum. Hótelstjórinn á Hótel KEA sagði að ef flugaðilinn treysti sér ekki til þess að fljúga til Akureyrar vegna aðstæðna og dræmrar aðsóknar þá þyrfti að gera verulegt átak í þessum málum. Fréttir Innlent Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Erlent Fleiri fréttir Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Sjá meira
Akureyrarbær og KEA hafa boðist til þess að reiða fram fé til að hægt verði að lengja flugbrautina á Akureyrarflugvelli gegn því að ríkið endurgreiði þeim seinna. Forráðamenn í ferðaþjónustu á Norðurlandi lýsa miklum vonbrigðum með að aðstæður hafi orðið til þess að Iceland Express hættir vetrarmillilandaflugi til Akureyrar í næsta mánuði. Þá er sumarflugið í endurskoðun en forstjóri félagsins hefur sagt að stutt flugbraut, lítil þjónusta á vellinum og ítrekuð óánægja farþega með röskun á áætlun geti orðið til þess að stefna fluginu í hættu. Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri, segir brýnt að fluginu verði viðhaldið og aðstæður bættar á flugvellinum á Akureyri. Hann vonast til að lenging flugbrautarinnar um 500 metra verði sem fyrst að veruleika. Kristján sagði meðal annars: "Við höfum ýtt á eftir þessu mjög lengi, við bæjaryfirvöld, og höfum meðal annars í samstarfi við KEA boðið flýtifjármögnun á verkið ef að það gæti verið til þess að greiða fyrir þessu." Hann sagðist ennfremur vona að þetta næði inn á samgönguáætlun sem fyrst þessi lenging og að það væri verið að vinna að bætingu á aðflugsskilyrðum. Hótelstjórinn á Hótel KEA sagði að ef flugaðilinn treysti sér ekki til þess að fljúga til Akureyrar vegna aðstæðna og dræmrar aðsóknar þá þyrfti að gera verulegt átak í þessum málum.
Fréttir Innlent Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Erlent Fleiri fréttir Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Sjá meira