Innlent

Deilt á rektor á Bifröst

Háskólinn á Bifröst.
Háskólinn á Bifröst. MYND/Kristján Þ

Boðað hefur verið til fundar nemenda og starfsfólks Háskólans á Bifröst nú klukkan þrjú og hefur kennsla verið felld niður í skólanum á meðan. Nokkur óánægja hefur verið innan skólans með störf Runólfs Ágústssonar rektor skólans.

Nemendur fengu tölvupóst sendan sem innihélt bréf sem send höfðu verið stjórn háskólans. Í bréfunum er fjallað um meint embættisafglöp rektors, óeðlileg samskipti við nemendur og samneyti við nemendur.

BÍSN, Bandalag íslenskra sérskólanema, sendi í byrjun mánaðarins frá sér yfirlýsingu þar sem ráðningarferli rektors á Bifröst er mótmælt, en nemendur koma ekki sjálfir að ráðningunni.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×