Innlent

Frambjóðendur birta kostnað við prófkjör

Formaður les upp tölur í prófkjöri Samfylkingarinnar.
Formaður les upp tölur í prófkjöri Samfylkingarinnar. MYND/Vísir

Frambjóðendur í þeim prófkjörum sem farið hafa fram síðustu vikurnar eru byrjaði að birta kostnað við prófkjörin. Heildarkostnaður frambjóðenda í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík var 23 milljónir króna. Kostnaðurinn deilist niður á fimmtán frambjóðendur.

Mörður Árnason segir á heimasíðu sinni að prófkjörið hafi kostað hann um tvær milljónir króna. Guðrún Ögmundsdóttir, sem náði ekki öruggu þingsæti í prófkjörinu, greiddi rúma eina milljón króna fyrir prófkjörsbaráttu sína. Pétur Blöndal þingmaður Sjálfstæðisflokksins hefur upplýst að prófkjörsbarátta hans hafi kostað tvær komma sjö milljónir króna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×