Aríur um ástina í hádeginu á þriðjudaginn 10. nóvember 2006 14:15 Hádegistónleikaröð Íslensku óperunnar hefur fest sig í sessi sem einn af föstum liðum í dagskrá Óperunnar yfir vetratímann. Þriðjudaginn 14. nóvember er komið að öðrum tónleikunum í hádegistónleikaröðinni í vetur og bera þeir yfirskriftina „Aríur um ástina". Jónas Guðmundsson, tenór, og Kurt Kopecky, píanó, flytja rússneskar og ítalskar aríur sem allar fjalla um ástina á einn eða annan hátt. Jónas Guðmundsson útskrifaðist frá óperudeildinni í Royal Academy of Music í Bretlandi árið 2005, en hann hefur mestmegnis starfað erlendis síðan Þá og komið fram á tónleikum og tekið þátt í óperuuppfærslum víða í Evrópu. Á Íslandi hefur Jónas sungið einsöng í í Mozart Requiem m.a með Sinfóníuhljómsveit Íslands, Jólaóratoríu eftir Bach og Petite Missa solenelle eftir Rossini með Kór Langholtskirkju og í Requiem eftir Haydn með Söngsveitinni Fílharmóníu. Hann hefur einnig haldið tvenna söngtónleika í Langholtskirkju og söng á Tíbrártónleikum í Salnum í Kópavogi með Jónasi Ingimundarsyni í febrúar síðastliðnum. Þess má geta að Jónas er barnabarn Þuríðar Pálsdóttur, söngkonu. Kurt Kopecky ættu flestir að þekkja en hann hefur starfað sem tónlistarstjóri Íslensku óperunnar undanfarin þrjú ár auk þess sem hann hefur komið fram sem gestastjórnandi með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Á efnisskránni á tónleikunum á þriðjudaginn eru á meðal annars aríur eftir Tchaikovski, Mascagni og Donizetti. Tónleikarnir hefjast kl. 12.15 og er tilvalið fyrir þá sem starfa eða búa í miðbænum að taka sér örstutt frí frá dagsins önnum og líta inn í Óperuna í hádeginu og hlýða á ljúfa tóna. Samlokur og drykkir eru til sölu í anddyri Óperunnar bæði fyrir og eftir tónleikana og er því tilvalið fyrir gesti að slá tvær flugur í einu höggi og næra bæði líkama og sál í hádeginu. Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Terry Reid látinn Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Hádegistónleikaröð Íslensku óperunnar hefur fest sig í sessi sem einn af föstum liðum í dagskrá Óperunnar yfir vetratímann. Þriðjudaginn 14. nóvember er komið að öðrum tónleikunum í hádegistónleikaröðinni í vetur og bera þeir yfirskriftina „Aríur um ástina". Jónas Guðmundsson, tenór, og Kurt Kopecky, píanó, flytja rússneskar og ítalskar aríur sem allar fjalla um ástina á einn eða annan hátt. Jónas Guðmundsson útskrifaðist frá óperudeildinni í Royal Academy of Music í Bretlandi árið 2005, en hann hefur mestmegnis starfað erlendis síðan Þá og komið fram á tónleikum og tekið þátt í óperuuppfærslum víða í Evrópu. Á Íslandi hefur Jónas sungið einsöng í í Mozart Requiem m.a með Sinfóníuhljómsveit Íslands, Jólaóratoríu eftir Bach og Petite Missa solenelle eftir Rossini með Kór Langholtskirkju og í Requiem eftir Haydn með Söngsveitinni Fílharmóníu. Hann hefur einnig haldið tvenna söngtónleika í Langholtskirkju og söng á Tíbrártónleikum í Salnum í Kópavogi með Jónasi Ingimundarsyni í febrúar síðastliðnum. Þess má geta að Jónas er barnabarn Þuríðar Pálsdóttur, söngkonu. Kurt Kopecky ættu flestir að þekkja en hann hefur starfað sem tónlistarstjóri Íslensku óperunnar undanfarin þrjú ár auk þess sem hann hefur komið fram sem gestastjórnandi með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Á efnisskránni á tónleikunum á þriðjudaginn eru á meðal annars aríur eftir Tchaikovski, Mascagni og Donizetti. Tónleikarnir hefjast kl. 12.15 og er tilvalið fyrir þá sem starfa eða búa í miðbænum að taka sér örstutt frí frá dagsins önnum og líta inn í Óperuna í hádeginu og hlýða á ljúfa tóna. Samlokur og drykkir eru til sölu í anddyri Óperunnar bæði fyrir og eftir tónleikana og er því tilvalið fyrir gesti að slá tvær flugur í einu höggi og næra bæði líkama og sál í hádeginu.
Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Terry Reid látinn Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira