Innlent

Hætta við sýningu Íd vegna hvalveiða Íslendinga

MYND/Vilhelm

Íslenski dansflokkurinn virðist ætla að líða fyrir hvalveiðar Íslendinga því hætt hefur verið við sýningu sem flokkurinn ætlaði að halda í bæ á austurströnd Bandaríkjanna eftir um ár.

Að sögn Bryndísar Nielsen, kynningarfulltrúa dansflokksins, stefnir hann á sýningarferð til Bandaríkjanna í nóvember á næsta ári og er ætlunin að sýna á 10-15 stöðum. Hins vegar bárust þau tíðindi frá umboðsmanni Íslenska dansflokksins í Bandaríkjunum um helgina að hætt hefði verið við sýningu í bænum New Bedford í Masssachusetts í mótmælaskyni við hvalveiðar Íslendinga. Að sögn Bryndísar var New Bedford áður mikill hvalveiðibær en þar á bæ hafa menn tekið upp harða andstöðu við slíkar veiðar nú. Bryndís segir ekki ljóst af hve miklum tekjum flokkurinn verði vegna þessa og segist ekki hafa heyrt af viðlíka viðbrögðum annars staðar þar sem flokkurinn mun sýna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×