Innlent

Tvö skip slitnuðu frá bryggju í Hafnafjarðarhöfn

Skipin lágu utan á skuttogaranum Sonar en öll eru þessi skip útlend. Samkvæmt því sem fréttastofan kemst næst munu festar skipanna hafa slitnað um eða upp úr klukkan átta í morgun og rak þau saman út á höfnina þar sem þau strönduðu á mjúkum botni. Ekki er því talið að miklar skemmdir hafi orðið á skipunum. Tveir hafsögubátar og bátar frá Slysavarnarfélaginu Landsbjörgu voru sendir á strandstað.

Bæði skipin eru útlend. Skuttogarinn heitir Ikkemut og er grænlenskur og báturinn, sem heitir Serena er um 250 tonna bátur, sénnilega líka grænlenskur. Hafsögubátur dró Serenu af strandstað en hún gekk einnig fyrir eigin vélarafli. Hún mun hafa átt viðkomu í Hafnarfirði og er sögð verða á leið til Mexíkó. Ikkemut hefur hins vegar legið um nokkra hríð í Hafnarfjarðarhöfn. Ekki hefur enn tekist að ná Ikkemut af strandstað. Skipið er nokkuð stöðugt á strandstað en það gæti breyst á háfjöru sem verður klukkan korter í eitt. Stórstraumsflóð verður síðan klukkan sex og þá verður að öllum líkindum komið skaplegt veður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×