Innlent

Vægi Íslands eykst í Norðurlandaráði

MYND/Gunnar V. Andrésson

Norðurlandaráð og Vestnorræna ráðið ætla í sameiningu að gera Norðurskautssvæðið og Vestur-Norðurlönd að sýningarglugga, til að vekja athygli á loftslagsbreytingum.

Nýr samningur milli þessara tveggja stofnana, eykur vægi Íslands, Grænlands og Færeyja í starfi Norðurlandaráðs. Ole Stavad forseti Norðurlandaráðs og Jonathan Motzfeldt formaður Vestnorræna ráðsins undirrituðu samninginn á fimmtudag.

Samkvæmt honum eiga forsætisnefndir Vestnorræna ráðsins og Norðurlandaráðs að halda fund árlega, í tengslum við Norðurlandaráðsþing, og upplýsa hver aðra um fundi og ráðstefnur. Að auki skulu nefndirnar veita upplýsingar um samþykktir og tilmæli og taka þátt í fundum hvors annars sem gestir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×