Innlent

Sala Borgarinnar á Landsvirkjun gagnrýnd

Hörð gagnrýni kom fram á sölu Reykjavíkurborgar á hlut sínum í Landsvirkjun, á borgarráðsfundi í gær. Minnihlutaflokkarnir bentu á að salan væri undanfari einkavæðingar fyrirtækisins og með henni myndi raforkuverð til borgarbúa hækka.

Varað var við því að einkaaðillar fengju forræði yfir orkufyrirtækjum og orkulindum og fram kom krafa um að ábyrgðum borgarbúa vegna lántöku Landsvirkjunar í gegn um tíðina, verði aflétt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×