Sjö þegar yfirheyrðir vegna hlerana 31. október 2006 19:15 Rannsókn sýslumannsins á Akranesi í hlerunarmálinu er langt komin en skýrslur hafa verið teknar af sjö mönnum vegna málsins. Rannsóknin snýr að meintum hlerunum á símum Jóns Baldvins Hannibalssonar og starfsmanns hans í utanríkisráðuneytinu. Maðurinn sem á að hafa hlerað Jón Baldvin hefur verið nafngreindur og upplýsingar um hann eru í höndum sýslumanns. Sýslumaðurinn á Akranesi, Ólafur þór Hauksson, verst frétta af gangi rannsóknarinnar en segir þó að henni miði vel "miðað við það sem úr er að moða", - eins og hann orðar það. Ólafur Þór gerir ráð fyrir því að rannsókninni ljúki innan fárra vikna og verði að óbreyttu langt komin strax í næstu viku. Nú þegar er búið að taka skýrslu af sjö mönnum og segir Ólafur Þór, sýslumaður, að þeir hafi allir haft réttarstöðu vitna - ekki grunaðra. Hann eigi eftir að taka skýrslu af tveimur til þremur mönnum til viðbótar og er á sýslumanni að heyra að fleiri verði ekki kallaðir til, miðað við fyrirliggjandi upplýsingar. Árni Páll Árnason, sem er í prófkjörsbaráttu fyrir Samfylkinguna í suðvesturkjördæmi hefur enn ekki mætt til sýslumanns - en hann á fund með honum á mánudag. Árni Páll greindi frá því að hann hefði verið varaður við því að sími hans var hleraður þegar hann var starfsmaður varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins. Jón Baldvin Hannibalsson hefur gefið skýrslu. Það sama gerði heimildarmaður Jóns Baldvins sem var í yfirmannastöðu hjá Landsímanum, en sá lét Jóni Baldvin vita um mann sem mun hafa setið löngum stundum og hlustað við tengivirkið hjá símanum. Eitt skipti hefði heimildarmaðurinn laumast í hlerunartækin og heyrt þá símmtal Jóns Baldvins, þáverandi utanríkisráðherra. Jón Baldvin segir að heimildarmaðurinn hafi getað nafngreint þann dularfulla mann sem átti að hafa setið við hlustir vikum eða mánuðum saman hjá símanum. Viti Jón Baldvin þó ekki hvort sá maður hafi verið kallaður til yfirheyrslu vegna málsins. Sýslumaðurinn á Akranesi skilar ríkissaksóknara niðurstöðu sinni og gerir hann ráð fyrir því að saksóknarai geri opinberlega grein fyrir henni. Fréttir Innlent Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira
Rannsókn sýslumannsins á Akranesi í hlerunarmálinu er langt komin en skýrslur hafa verið teknar af sjö mönnum vegna málsins. Rannsóknin snýr að meintum hlerunum á símum Jóns Baldvins Hannibalssonar og starfsmanns hans í utanríkisráðuneytinu. Maðurinn sem á að hafa hlerað Jón Baldvin hefur verið nafngreindur og upplýsingar um hann eru í höndum sýslumanns. Sýslumaðurinn á Akranesi, Ólafur þór Hauksson, verst frétta af gangi rannsóknarinnar en segir þó að henni miði vel "miðað við það sem úr er að moða", - eins og hann orðar það. Ólafur Þór gerir ráð fyrir því að rannsókninni ljúki innan fárra vikna og verði að óbreyttu langt komin strax í næstu viku. Nú þegar er búið að taka skýrslu af sjö mönnum og segir Ólafur Þór, sýslumaður, að þeir hafi allir haft réttarstöðu vitna - ekki grunaðra. Hann eigi eftir að taka skýrslu af tveimur til þremur mönnum til viðbótar og er á sýslumanni að heyra að fleiri verði ekki kallaðir til, miðað við fyrirliggjandi upplýsingar. Árni Páll Árnason, sem er í prófkjörsbaráttu fyrir Samfylkinguna í suðvesturkjördæmi hefur enn ekki mætt til sýslumanns - en hann á fund með honum á mánudag. Árni Páll greindi frá því að hann hefði verið varaður við því að sími hans var hleraður þegar hann var starfsmaður varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins. Jón Baldvin Hannibalsson hefur gefið skýrslu. Það sama gerði heimildarmaður Jóns Baldvins sem var í yfirmannastöðu hjá Landsímanum, en sá lét Jóni Baldvin vita um mann sem mun hafa setið löngum stundum og hlustað við tengivirkið hjá símanum. Eitt skipti hefði heimildarmaðurinn laumast í hlerunartækin og heyrt þá símmtal Jóns Baldvins, þáverandi utanríkisráðherra. Jón Baldvin segir að heimildarmaðurinn hafi getað nafngreint þann dularfulla mann sem átti að hafa setið við hlustir vikum eða mánuðum saman hjá símanum. Viti Jón Baldvin þó ekki hvort sá maður hafi verið kallaður til yfirheyrslu vegna málsins. Sýslumaðurinn á Akranesi skilar ríkissaksóknara niðurstöðu sinni og gerir hann ráð fyrir því að saksóknarai geri opinberlega grein fyrir henni.
Fréttir Innlent Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira