Innlent

Greiningardeild KB banka telur að stýrivextir muni ekki hækka

Davíð Oddsson, seðlabankastjóri.
Davíð Oddsson, seðlabankastjóri. MYND/Stefán

Greiningardeild KB banka telur að Seðlabankinn muni ekki hækka stýrivexti á fimmtudag, þegar hann tekur næstu vaxtaákvörðun.

Stýrivextir eru nú orðnir 14 prósent, þeir lang hæstu á öllum Vesturlöndum. Bankinn segir að verðbólgan hafi verið mun lægri og að útlit sé fyrir að hún hjaðni hraðar en Seðlabankinn gerði ráð fyrir. Því sjái greiningardeildin ekki rök fyrir frekari stýrivaxtahækkun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×