Lyktarmengun standi vexti bæjarins fyrir þrifum 27. október 2006 15:00 Þorlákshöfn MYND/Einar Elíasson Bæjarstjórn Sveitafélagsins Ölfuss hefur bókað mótmæli við fyrirhuguðu starfsleyfi, sem gefið yrði út af Heilbrigðiseftirliti Suðurlands, fyrir hausaþurrkunarverksmiðju Lýsis hf. í Þorlákshöfn. Ástæða þess er "langvarandi óánægja íbúa sveitafélagsins með gífurlega lyktarmengun samfara rekstri þurrkunarverksmiðjunnar." Fram kemur í fundargerð bæjarstjórnar Ölfuss að "um langa hríð hafi verið mikil óánægja með þá miklu lyktarmengun sem verksmiðjunni fylgir. Kveður svo rammt að að þegar vindur stendur af verksmiðjunni yfir íbúabyggðina er ómögulegt að hafa opna glugga og illbærilegt að vera utanhúss." "Verksmiðjan hefur verið rekin um árabil og undanfarið á tímabundnu starfsleyfi. Ýmiss skilyrði og áætlanir um úrbætur hafa verið sett. Þrátt fyrir það hefur lítið sem ekkert dregið úr lyktarmengun frá fyrirtækinu," segir í bókuninni. Bæjarstjórnin álítur því ekki ásættanlegt að starfsleyfi verði veitt nú til 18 mánaða. Í starfsleyfinu sem nú er til kynningar liggur fyrir að ráðist verði í byggingu þvotta- og þéttiturna fyrir starfsemina. Bæjarstjórnin telur þetta óásættanlegt þar sem óljóst er hvort þessar framkvæmdir muni draga úr lyktarmengun og tekur fram að slíkar framkvæmdir taki alltaf einhvern tíma. Að mati bæjarstjórnar stendur lyktarmengunin vexti bæjarins fyrir þrifum. "Erfitt sé að laða að fyrirtæki í ferðaþjónustu þegar stóran hluta ársins liggur sterk lykt frá viðkomandi rekstri yfir bæjarfélaginu..... Er því möguleiki á að ef áframhaldandi lyktarmengun verður látin líðast frá viðkomandi verksmiðju gæti það leitt til skaðabótakrafna frá langþreyttum nágrönnum," segir ennfremur í bókuninni sem líkur á kröfu bæjarstjórnarinnar, "að viðkomandi starfsleyfi verði ekki veitt í óþökk hennar". Innlent Mest lesið Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Fleiri fréttir Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Sjá meira
Bæjarstjórn Sveitafélagsins Ölfuss hefur bókað mótmæli við fyrirhuguðu starfsleyfi, sem gefið yrði út af Heilbrigðiseftirliti Suðurlands, fyrir hausaþurrkunarverksmiðju Lýsis hf. í Þorlákshöfn. Ástæða þess er "langvarandi óánægja íbúa sveitafélagsins með gífurlega lyktarmengun samfara rekstri þurrkunarverksmiðjunnar." Fram kemur í fundargerð bæjarstjórnar Ölfuss að "um langa hríð hafi verið mikil óánægja með þá miklu lyktarmengun sem verksmiðjunni fylgir. Kveður svo rammt að að þegar vindur stendur af verksmiðjunni yfir íbúabyggðina er ómögulegt að hafa opna glugga og illbærilegt að vera utanhúss." "Verksmiðjan hefur verið rekin um árabil og undanfarið á tímabundnu starfsleyfi. Ýmiss skilyrði og áætlanir um úrbætur hafa verið sett. Þrátt fyrir það hefur lítið sem ekkert dregið úr lyktarmengun frá fyrirtækinu," segir í bókuninni. Bæjarstjórnin álítur því ekki ásættanlegt að starfsleyfi verði veitt nú til 18 mánaða. Í starfsleyfinu sem nú er til kynningar liggur fyrir að ráðist verði í byggingu þvotta- og þéttiturna fyrir starfsemina. Bæjarstjórnin telur þetta óásættanlegt þar sem óljóst er hvort þessar framkvæmdir muni draga úr lyktarmengun og tekur fram að slíkar framkvæmdir taki alltaf einhvern tíma. Að mati bæjarstjórnar stendur lyktarmengunin vexti bæjarins fyrir þrifum. "Erfitt sé að laða að fyrirtæki í ferðaþjónustu þegar stóran hluta ársins liggur sterk lykt frá viðkomandi rekstri yfir bæjarfélaginu..... Er því möguleiki á að ef áframhaldandi lyktarmengun verður látin líðast frá viðkomandi verksmiðju gæti það leitt til skaðabótakrafna frá langþreyttum nágrönnum," segir ennfremur í bókuninni sem líkur á kröfu bæjarstjórnarinnar, "að viðkomandi starfsleyfi verði ekki veitt í óþökk hennar".
Innlent Mest lesið Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Fleiri fréttir Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Sjá meira