Tvö prófkjör um helgina 27. október 2006 12:12 Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir komandi alþingiskosningar hófst á hádegi. Samfylkingarfólk í Norðvesturkjördæmi ætlar einnig að nota helgina til að velja hverjir leiða lista flokksins fyrir kosningarnar í vor. Sjálfstæðisflokkurinn hefur nú níu þingmenn í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur. Tveir þeirra, þau Guðmundur Hallvarðsson og Sólveig Pétursdóttir, hafa ákveðið að láta af þingmennsku að kjörtímabilinu loknu. Hin sjö vilja áfram vera í þingmannahópnum. Geir H. Haarde, forsætisráðherra, sækist einn eftir fyrsta sæti á lista flokksins. Spennan er því öllu meiri um annað sætið en þeir Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, og Guðlaugur Þór Þórðarson, alþingismaður, sækjast báðir eftir því sæti. Sá sem sætið fær kemur til með að leiða annan af listum flokksins í Reykjavík. Alls sækjast nítján eftir níu efstu sætunum. Tuttugu og tvö þúsund manns eru á kjörskrá fyrir prófkjör flokksins. Alls hafa um sex hundruð nýskráningar í flokkinn borist fyrir prófkjörið. Utankjörfundaratkvæðagreiðslu lauk á hádegi og höfuð rúmlega sex hundruð manns tekið þátt í henni fyrir klukkan ellefu í morgun. Kosning fer fram í Valhöll í dag til klukkan níu í kvöld en á morgun verður hægt að kjósa á sjö stöðum víðsvegar um borgina. Kosningu lýkur klukkan sex á morgun og er búist við að þá strax verði hægt að birta fyrstu tölur. Vonast kjörstjórnin svo til að birta lokatölur fyrir miðnætti. NFS verður með kosningavakt á Vísir.is á morgun þar sem nýjar tölur verða birtar jafnóðum og þær berast auk þess sem sent verður beint út frá Valhöll. Sjálfstæðismenn eru ekki þeir einu sem stilla upp á sinn lista um helgina. Prófkjör Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi verður haldið á laugardag og sunnudag. Flokkurinn hefur tvo þingmenn í kjördæminu, þau Jóhann Ársælsson og Önnu Kristínu Gunnarsdóttur. Jóhann leiddi lista flokksins fyrir kosningarnar 2003 en hann hefur ákveðið að láta af þingmennsku í vor. Anna Kristín er hins vegar í hópi þeirra fjögurra sem sækjast eftir fyrsta eða öðru sæti á listanum. Norðvesturkjördæmi nær allt frá Akranesi til Sauðárkróks en hægt verður að kjósa á sextán stöðum í prófkjörinu. Ellefu gefa kost á sér í fjögur efstu sætin á listanum en allir sem skrifa undir stuðningsyfirlýsingu við Samfylkinguna geta tekið þátt í prófkjörinu. Opið verður á kjörstöðum á laugardaginn frá klukkan tólf á hádegi til sex og á sunnudaginn frá klukkan tíu til tólf á hádegi. Reyna á að birta fyrstu tölur um klukkan sex á sunnudaginn en vonast er til að hægt verði að birta lokatölur klukkan tíu um kvöldið. Hægt verður að fylgjast með úrslitunum hér á Vísi. Fréttir Innlent Sjálfstæðisflokkurinn Stj.mál Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Sjá meira
Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir komandi alþingiskosningar hófst á hádegi. Samfylkingarfólk í Norðvesturkjördæmi ætlar einnig að nota helgina til að velja hverjir leiða lista flokksins fyrir kosningarnar í vor. Sjálfstæðisflokkurinn hefur nú níu þingmenn í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur. Tveir þeirra, þau Guðmundur Hallvarðsson og Sólveig Pétursdóttir, hafa ákveðið að láta af þingmennsku að kjörtímabilinu loknu. Hin sjö vilja áfram vera í þingmannahópnum. Geir H. Haarde, forsætisráðherra, sækist einn eftir fyrsta sæti á lista flokksins. Spennan er því öllu meiri um annað sætið en þeir Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, og Guðlaugur Þór Þórðarson, alþingismaður, sækjast báðir eftir því sæti. Sá sem sætið fær kemur til með að leiða annan af listum flokksins í Reykjavík. Alls sækjast nítján eftir níu efstu sætunum. Tuttugu og tvö þúsund manns eru á kjörskrá fyrir prófkjör flokksins. Alls hafa um sex hundruð nýskráningar í flokkinn borist fyrir prófkjörið. Utankjörfundaratkvæðagreiðslu lauk á hádegi og höfuð rúmlega sex hundruð manns tekið þátt í henni fyrir klukkan ellefu í morgun. Kosning fer fram í Valhöll í dag til klukkan níu í kvöld en á morgun verður hægt að kjósa á sjö stöðum víðsvegar um borgina. Kosningu lýkur klukkan sex á morgun og er búist við að þá strax verði hægt að birta fyrstu tölur. Vonast kjörstjórnin svo til að birta lokatölur fyrir miðnætti. NFS verður með kosningavakt á Vísir.is á morgun þar sem nýjar tölur verða birtar jafnóðum og þær berast auk þess sem sent verður beint út frá Valhöll. Sjálfstæðismenn eru ekki þeir einu sem stilla upp á sinn lista um helgina. Prófkjör Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi verður haldið á laugardag og sunnudag. Flokkurinn hefur tvo þingmenn í kjördæminu, þau Jóhann Ársælsson og Önnu Kristínu Gunnarsdóttur. Jóhann leiddi lista flokksins fyrir kosningarnar 2003 en hann hefur ákveðið að láta af þingmennsku í vor. Anna Kristín er hins vegar í hópi þeirra fjögurra sem sækjast eftir fyrsta eða öðru sæti á listanum. Norðvesturkjördæmi nær allt frá Akranesi til Sauðárkróks en hægt verður að kjósa á sextán stöðum í prófkjörinu. Ellefu gefa kost á sér í fjögur efstu sætin á listanum en allir sem skrifa undir stuðningsyfirlýsingu við Samfylkinguna geta tekið þátt í prófkjörinu. Opið verður á kjörstöðum á laugardaginn frá klukkan tólf á hádegi til sex og á sunnudaginn frá klukkan tíu til tólf á hádegi. Reyna á að birta fyrstu tölur um klukkan sex á sunnudaginn en vonast er til að hægt verði að birta lokatölur klukkan tíu um kvöldið. Hægt verður að fylgjast með úrslitunum hér á Vísi.
Fréttir Innlent Sjálfstæðisflokkurinn Stj.mál Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Sjá meira