Tvö prófkjör um helgina 27. október 2006 12:12 Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir komandi alþingiskosningar hófst á hádegi. Samfylkingarfólk í Norðvesturkjördæmi ætlar einnig að nota helgina til að velja hverjir leiða lista flokksins fyrir kosningarnar í vor. Sjálfstæðisflokkurinn hefur nú níu þingmenn í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur. Tveir þeirra, þau Guðmundur Hallvarðsson og Sólveig Pétursdóttir, hafa ákveðið að láta af þingmennsku að kjörtímabilinu loknu. Hin sjö vilja áfram vera í þingmannahópnum. Geir H. Haarde, forsætisráðherra, sækist einn eftir fyrsta sæti á lista flokksins. Spennan er því öllu meiri um annað sætið en þeir Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, og Guðlaugur Þór Þórðarson, alþingismaður, sækjast báðir eftir því sæti. Sá sem sætið fær kemur til með að leiða annan af listum flokksins í Reykjavík. Alls sækjast nítján eftir níu efstu sætunum. Tuttugu og tvö þúsund manns eru á kjörskrá fyrir prófkjör flokksins. Alls hafa um sex hundruð nýskráningar í flokkinn borist fyrir prófkjörið. Utankjörfundaratkvæðagreiðslu lauk á hádegi og höfuð rúmlega sex hundruð manns tekið þátt í henni fyrir klukkan ellefu í morgun. Kosning fer fram í Valhöll í dag til klukkan níu í kvöld en á morgun verður hægt að kjósa á sjö stöðum víðsvegar um borgina. Kosningu lýkur klukkan sex á morgun og er búist við að þá strax verði hægt að birta fyrstu tölur. Vonast kjörstjórnin svo til að birta lokatölur fyrir miðnætti. NFS verður með kosningavakt á Vísir.is á morgun þar sem nýjar tölur verða birtar jafnóðum og þær berast auk þess sem sent verður beint út frá Valhöll. Sjálfstæðismenn eru ekki þeir einu sem stilla upp á sinn lista um helgina. Prófkjör Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi verður haldið á laugardag og sunnudag. Flokkurinn hefur tvo þingmenn í kjördæminu, þau Jóhann Ársælsson og Önnu Kristínu Gunnarsdóttur. Jóhann leiddi lista flokksins fyrir kosningarnar 2003 en hann hefur ákveðið að láta af þingmennsku í vor. Anna Kristín er hins vegar í hópi þeirra fjögurra sem sækjast eftir fyrsta eða öðru sæti á listanum. Norðvesturkjördæmi nær allt frá Akranesi til Sauðárkróks en hægt verður að kjósa á sextán stöðum í prófkjörinu. Ellefu gefa kost á sér í fjögur efstu sætin á listanum en allir sem skrifa undir stuðningsyfirlýsingu við Samfylkinguna geta tekið þátt í prófkjörinu. Opið verður á kjörstöðum á laugardaginn frá klukkan tólf á hádegi til sex og á sunnudaginn frá klukkan tíu til tólf á hádegi. Reyna á að birta fyrstu tölur um klukkan sex á sunnudaginn en vonast er til að hægt verði að birta lokatölur klukkan tíu um kvöldið. Hægt verður að fylgjast með úrslitunum hér á Vísi. Fréttir Innlent Sjálfstæðisflokkurinn Stj.mál Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir komandi alþingiskosningar hófst á hádegi. Samfylkingarfólk í Norðvesturkjördæmi ætlar einnig að nota helgina til að velja hverjir leiða lista flokksins fyrir kosningarnar í vor. Sjálfstæðisflokkurinn hefur nú níu þingmenn í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur. Tveir þeirra, þau Guðmundur Hallvarðsson og Sólveig Pétursdóttir, hafa ákveðið að láta af þingmennsku að kjörtímabilinu loknu. Hin sjö vilja áfram vera í þingmannahópnum. Geir H. Haarde, forsætisráðherra, sækist einn eftir fyrsta sæti á lista flokksins. Spennan er því öllu meiri um annað sætið en þeir Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, og Guðlaugur Þór Þórðarson, alþingismaður, sækjast báðir eftir því sæti. Sá sem sætið fær kemur til með að leiða annan af listum flokksins í Reykjavík. Alls sækjast nítján eftir níu efstu sætunum. Tuttugu og tvö þúsund manns eru á kjörskrá fyrir prófkjör flokksins. Alls hafa um sex hundruð nýskráningar í flokkinn borist fyrir prófkjörið. Utankjörfundaratkvæðagreiðslu lauk á hádegi og höfuð rúmlega sex hundruð manns tekið þátt í henni fyrir klukkan ellefu í morgun. Kosning fer fram í Valhöll í dag til klukkan níu í kvöld en á morgun verður hægt að kjósa á sjö stöðum víðsvegar um borgina. Kosningu lýkur klukkan sex á morgun og er búist við að þá strax verði hægt að birta fyrstu tölur. Vonast kjörstjórnin svo til að birta lokatölur fyrir miðnætti. NFS verður með kosningavakt á Vísir.is á morgun þar sem nýjar tölur verða birtar jafnóðum og þær berast auk þess sem sent verður beint út frá Valhöll. Sjálfstæðismenn eru ekki þeir einu sem stilla upp á sinn lista um helgina. Prófkjör Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi verður haldið á laugardag og sunnudag. Flokkurinn hefur tvo þingmenn í kjördæminu, þau Jóhann Ársælsson og Önnu Kristínu Gunnarsdóttur. Jóhann leiddi lista flokksins fyrir kosningarnar 2003 en hann hefur ákveðið að láta af þingmennsku í vor. Anna Kristín er hins vegar í hópi þeirra fjögurra sem sækjast eftir fyrsta eða öðru sæti á listanum. Norðvesturkjördæmi nær allt frá Akranesi til Sauðárkróks en hægt verður að kjósa á sextán stöðum í prófkjörinu. Ellefu gefa kost á sér í fjögur efstu sætin á listanum en allir sem skrifa undir stuðningsyfirlýsingu við Samfylkinguna geta tekið þátt í prófkjörinu. Opið verður á kjörstöðum á laugardaginn frá klukkan tólf á hádegi til sex og á sunnudaginn frá klukkan tíu til tólf á hádegi. Reyna á að birta fyrstu tölur um klukkan sex á sunnudaginn en vonast er til að hægt verði að birta lokatölur klukkan tíu um kvöldið. Hægt verður að fylgjast með úrslitunum hér á Vísi.
Fréttir Innlent Sjálfstæðisflokkurinn Stj.mál Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira