Reglur um innihald og magn vökva í flugi breytast 26. október 2006 15:05 MYND/Jón Flugmálastjórn hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að breyttar reglur um innihald og magn vökva sem farþegar mega hafa með sér í flug taki gildi innan Evrópusambandsins og EFTA-ríkjanna þann 6. nóvember. Reglur sem takmarka stærð handfarangurs sem farþegar mega taka með sér í flug taka gildi 6. maí 2007.Reglurnar gilda um allt millilandaflug til og frá Íslandi og um öll flug innan Evrópusambandsins og EFTA-ríkjanna. Þær eru sem hér segir:· Hver eining umbúða sem farþegar hafa með sér í handfarangri mega að hámarki rúma 100 millilítra (1dl) af vökva.· Umbúðirnar sem hafðar eru meðferðis skulu vera í glærum poka með plastrennilás sem rúmar að hámarki einn (1) lítra.· Hverjum farþega er heimilt að hafa með sér einn slíkan poka í handfarangri.· Farþegum ber að afhenda öryggisvörðum pokann við öryggishlið til sérstakrar skimunar.· Farþegum er skylt að fara úr frökkum, jökkum og öðrum yfirhöfnum og afhenda öryggisvörðum til sérstakrar skimunar ásamt öðrum handfarangri.· Farþegum er skylt að fjarlægja fartölvur og önnur stærri rafeindatæki úr handfarangri og afhenda öryggisvörðum til sérstakrar skimunar við öryggishlið.· Stærð hverrar einingar handfarangurs sem farþegar mega bera með sér um borð í flugvél mun takmarkast við hámarks stærð sem er 56cm x 45cm x 25cm, þar með talin eru hjól og handföng sem kunna að vera á farangrinum. Þessi breyting tekur gildi 6. maí 2007.„Þessar breyttu reglur takmarka það sem farþegum er heimilt að bera með sér í handfarangri inn fyrir öryggishlið. Farþegum verður eftir sem áður heimilt að kaupa vökva í stærri umbuðum en að framan greinir sem seldar eru í verslunum innan öryggissvæðis flugstöðva. Farþegar munu geta kynnt sér nánari reglur þar um á heimasíðum Flugmálastjórnar Íslands, flugvalla og flugrekenda þegar nær dregur," segir í tilkynningu Flugmálastjórnar.Nánari upplýsingar um framangreindar reglur og leiðbeiningar verður hægt að nálgast á heimasíðu Flugmálastjórnar Íslands (www.flugmalastjorn.is). Þar verður einnig listi yfir þá staði þar sem upplýsingabæklingur liggur frammi um reglurnar. Fréttir Innlent Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Erlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Fleiri fréttir Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Sjá meira
Flugmálastjórn hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að breyttar reglur um innihald og magn vökva sem farþegar mega hafa með sér í flug taki gildi innan Evrópusambandsins og EFTA-ríkjanna þann 6. nóvember. Reglur sem takmarka stærð handfarangurs sem farþegar mega taka með sér í flug taka gildi 6. maí 2007.Reglurnar gilda um allt millilandaflug til og frá Íslandi og um öll flug innan Evrópusambandsins og EFTA-ríkjanna. Þær eru sem hér segir:· Hver eining umbúða sem farþegar hafa með sér í handfarangri mega að hámarki rúma 100 millilítra (1dl) af vökva.· Umbúðirnar sem hafðar eru meðferðis skulu vera í glærum poka með plastrennilás sem rúmar að hámarki einn (1) lítra.· Hverjum farþega er heimilt að hafa með sér einn slíkan poka í handfarangri.· Farþegum ber að afhenda öryggisvörðum pokann við öryggishlið til sérstakrar skimunar.· Farþegum er skylt að fara úr frökkum, jökkum og öðrum yfirhöfnum og afhenda öryggisvörðum til sérstakrar skimunar ásamt öðrum handfarangri.· Farþegum er skylt að fjarlægja fartölvur og önnur stærri rafeindatæki úr handfarangri og afhenda öryggisvörðum til sérstakrar skimunar við öryggishlið.· Stærð hverrar einingar handfarangurs sem farþegar mega bera með sér um borð í flugvél mun takmarkast við hámarks stærð sem er 56cm x 45cm x 25cm, þar með talin eru hjól og handföng sem kunna að vera á farangrinum. Þessi breyting tekur gildi 6. maí 2007.„Þessar breyttu reglur takmarka það sem farþegum er heimilt að bera með sér í handfarangri inn fyrir öryggishlið. Farþegum verður eftir sem áður heimilt að kaupa vökva í stærri umbuðum en að framan greinir sem seldar eru í verslunum innan öryggissvæðis flugstöðva. Farþegar munu geta kynnt sér nánari reglur þar um á heimasíðum Flugmálastjórnar Íslands, flugvalla og flugrekenda þegar nær dregur," segir í tilkynningu Flugmálastjórnar.Nánari upplýsingar um framangreindar reglur og leiðbeiningar verður hægt að nálgast á heimasíðu Flugmálastjórnar Íslands (www.flugmalastjorn.is). Þar verður einnig listi yfir þá staði þar sem upplýsingabæklingur liggur frammi um reglurnar.
Fréttir Innlent Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Erlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Fleiri fréttir Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Sjá meira