Enski boltinn

Hughes stýrir Blackburn í 100. sinn

Mark Hughes hefur náð ótrúlegum árangri með Blackburn
Mark Hughes hefur náð ótrúlegum árangri með Blackburn NordicPhotos/GettyImages

Leikur Blackburn og Chelsea í enska deildarbikarnum annað kvöld er merkilegur fyrir þær sakir að hér er um að ræða 100. leik Mark Hughes í stjórastólnum hjá félaginu.

Hughes, sem spilaði lengst af með Manchester United sem leikmaður, tók við liði Blackburn í botnsæti deildarinnar árið í september árið 2004, en var fljótur að setja mark sitt á liðið og hefur náð frábærum árangri. Liðið slapp við fall það árið og komst í undanúrslitin í bikarnum og Hughes stýrði liðinu svo í Evrópusæti á síðustu leiktíð þegar það hafnaði óvænt í 6. sæti deildarinnar.

"Ég er stoltur af þeim árangri sem við höfum náð síðan ég tók við og mér finnst eins og það hafi verið í gær þegar ég gekk inn á völlinn í fyrsta sinn sem knattspyrnustjóri. Það er hinsvegar mikil vinna fyrir höndum hjá okkur og það verður frábært að mæta Chelsea. Við erum með lið sem getur keppt við hvaða lið sem er og hlökkum til að reyna okkur gegn Englandsmeisturunum," sagði Hughes.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×