Innlent

Bílbeltaátak á suðvesturhorninu

Bílbelti hefðu bjargað 7 manneskjum af þeim 23 sem hafa látist í umferðinni á árinu. Lögreglan á suðvesturhorninu stöðvar bíla unnvörpum þessa dagana og sektar þá sem "gleymdu" að spenna beltið og gleymdu að það er hættulegt að tala í gemsa undir stýri.

Það er enginn skortur á svoleiðis fólki í umferðinni - eins og lögreglan í Reykjavík hefur komist að en þema októbermánaðar er: spennið beltin og notið handfrjálsan búnað. Árni Friðleifsson varðstjóri í Umferðardeild var ásamt fleirum við umferðareftirlit á Flókagötu í dag. Þeir voru búnir að sekta fimm manns fyrir að tala í gemsa eða vera án bílbeltis - á tíu mínútum. Um miðjan dag var búið að sekta fjórtán. Og allir þurfa þeir að greiða 5000 kr. fyrir hugsunarleysið.

En hugsunarleysi í umferðinni getur verið dýrkeypt. Guðbrandur Sigurðsson varðstjóri segir menn ekki slasast neitt síður við að skreppa út í sjoppu - það þarf ekki hraða til. "Við sjáum á hverjum einasta degi hverju belti eru að bjarga þegar menn stíga heilir út úr illa förnum bílflökum, og líka hverju þau hefðu getað bjargað."

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×