Innlent

Barnaklám fannst hjá barnaskólakennara

Mikið af barnaklámi fannst á heimili grunnskólakennara á Akranesi fyrr í október. Hann var handtekinn í skólanum og húsleit gerð heima hjá honum eftir vísbendingu frá samkennara.

Samkennari varð var útprentaða barnaklámsmynd hjá barnaskólakennaranum og lét skólastjórann vita sem svo gerði lögreglu viðvart. Lögreglan brást strax við og handtók kennarann í skólanum og framkvæmdi húsleit á heimili hans í kjölfarið.

Fjöldi útprentaðra mynda fannst á heimili mannsins og eins var barnaklám í tölvum á heimi hans. Viðar Stefánsson, rannsóknarlögreglumaður á Akranesi, segir ekki hægt að segja nákvæmlega til um magnið en það hafi hins vegar verið talsvert mikið en eftir er að rannsaka hversu mikið af barnaklámi er að finna á tölvum kennarans. Viðar segir ekkert enn benda til þess að börn á Akranesi hafi orðið fyrir barðinu á manninum né að hann hafi geymt slíkt efni á tölvum skólans.

Kennarinn hafði kennt við skólann í aldarfjórðung en honum hefur verið sagt upp störfum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×