Innlent

Vilja byggja 20 þúsund fermetra verslunarmiðstöð á Selfossi

Smáratorg ehf., sem meðal annars rekur Rúmfatalagerinn, hefur áhuga á að reisa um 20 þúsund fermetra verslunarmiðstöð við Fossanes á Selfossi skammt frá afleggjarnum að Biskupstungnabraut.

Fram kemur í sunnlennska fréttablaðinu Dagskránni að skipulags- og byggingarnefnd Árborgar hafi lagt til við bæjarráð að deiliskipulagstillaga vegna verslunarmiðstöðvarinnar verði auglýst. Lóðin sem um ræðir er um 9 hektarar og er í dag notuð sem beitarhólf fyrri hesta. Gert er ráð fyrir tveimur byggingum á lóðinni og ríflega 800 bílastæðum. Framkvæmdirnar eiga að hefjast á næsta ári og áætlað er að þeim verði lokið árið 2008.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×