Málsmeðferðartími efnahagsbrotadeildar of langur 24. október 2006 12:30 MYND/Róbert Málsmeðferðartími hjá efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra er almennt lengri en talið er eðlilegt í nágrannaríkjunum og það eiga íslensk stjórnvöld ekki að sætta sig við segir Ríkisendurskoðun í nýrri stjórnsýsluúttekt á Ríkislögreglustjóra. Ríkisendurskoðun leggur til aukna samvinnu Ríkislögreglustjóra og skattrannsóknarstjóra í rannsókn alvarlegra skattalagabrota. Þá telur Ríkisendurskoðun æskilegt að farið verði yfir stjórnskipulag lögreglunnar í heild og hlutverk ríkislögreglustjóra innan hennarí ljósi aukins kostnaðar hjá embættinu á undanförnum árum. Embætti Ríkislögreglustjóra var komið á fót fyrir níu árum og segir í skýrslu Ríkisendurskoðunar að það hafi stuðlað að margvíslegum framförum innan lögreglunnar. Bent er á að vegna síaukinni verkefna Ríkislögreglustjóra hafi starfsmannafjöldi embættisins þrefaldast frá stofnun þess og raunkostnaður þess fjórfaldast á árunum 1998-2005. Kostnaðaraukningin hafi að hluta til leitt til lægir kostnaðar hjá öðrum lögregluembættum en kostnaðarþróun bendi til þess að stjórnvöld hafi átt erfitt með að sjá fyrir sér framtíðarhlutverk þess og þróun verkefna frá ári til árs. Til þess sama bendir einnig óvenju hátt hlutfall viðbótarfjárheimilda af heildarframlögum til embættisins. Því vill Ríkisendurskoðun að farið verði yfir stjórnskipulag lögreglunnar í heild og hlutverk Ríkislögreglustjóra innan hennar og nefnir tvær leiðir í því sambandi. Annaðhvort að fela Ríkislögreglustjóra stjórnunarlega ábyrgð á lögreglunni í heild sinni gagnvart dómsmálaráðherra, líkt og í Danmörku, eða gera embættið að hreinræktaðri stoð- og eftirlitsstofnun sem yrði skipulagslega hliðsett öðrum lögregluembættum. Bent er á í skýrslu Ríkisendurskoðunar að bílamiðstöð Ríkislögreglustjóra sé langstærsta þjónustuverkefni stofnunarinnar. Miðstöðin annast rekstur, viðhald og endurnýjun lögreglubíla í landinu. Hún hafi fengið fjórðung af framlögum til embættisins árið 2005 en rekstrarerfiðleikar hafi þó augljóslega bitnað á getu hennar til að endurnýja ökutæki í samræmi við markmið embættisins. Telur Ríkisendurskoðun að með þessu móti sé verið að velta vandanum á undan sér. Í umfjöllun um efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra segir Ríkisendurskoðun að unndanfarin ár hafi gengið betur en áður að afgreiða jafnóðum þau mál sem berist deildinni og megi rekja það til fjölgun starfsmanna og þess að reynt hefur verið að miða inntöku mála við afkastagetu deildarinnar. „Engu að síður var hlutfall lokinna mála af þeim málum sem bárust deildinni á árunum 2001-2005 mun lægra en hjá þeim stofnunum í Noregi og Svíþjóð sem sinna svipuðum verkefnum. Þá var málsmeðferðartími efnahagsbrotamála almennt lengri en talið er eðlilegt í nágrannalöndum okkar. Ríkisendurskoðun telur að íslensk stjórnvöld eigi ekki að sætta sig við slíkt og bendir á nokkrar leiðir til úrbóta, meðal annars mætti breyta fyrirkomulagi á rannsókn alvarlegra skattalagabrota með því að auka samvinnu ríkislögreglustjóra og skattrannsóknarstjóra," segir í tilkynningu Ríkisendurskoðunar vegna skýrslunnar. Fréttir Innlent Lög og regla Stj.mál Mest lesið Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Innlent Fleiri fréttir Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Sjá meira
Málsmeðferðartími hjá efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra er almennt lengri en talið er eðlilegt í nágrannaríkjunum og það eiga íslensk stjórnvöld ekki að sætta sig við segir Ríkisendurskoðun í nýrri stjórnsýsluúttekt á Ríkislögreglustjóra. Ríkisendurskoðun leggur til aukna samvinnu Ríkislögreglustjóra og skattrannsóknarstjóra í rannsókn alvarlegra skattalagabrota. Þá telur Ríkisendurskoðun æskilegt að farið verði yfir stjórnskipulag lögreglunnar í heild og hlutverk ríkislögreglustjóra innan hennarí ljósi aukins kostnaðar hjá embættinu á undanförnum árum. Embætti Ríkislögreglustjóra var komið á fót fyrir níu árum og segir í skýrslu Ríkisendurskoðunar að það hafi stuðlað að margvíslegum framförum innan lögreglunnar. Bent er á að vegna síaukinni verkefna Ríkislögreglustjóra hafi starfsmannafjöldi embættisins þrefaldast frá stofnun þess og raunkostnaður þess fjórfaldast á árunum 1998-2005. Kostnaðaraukningin hafi að hluta til leitt til lægir kostnaðar hjá öðrum lögregluembættum en kostnaðarþróun bendi til þess að stjórnvöld hafi átt erfitt með að sjá fyrir sér framtíðarhlutverk þess og þróun verkefna frá ári til árs. Til þess sama bendir einnig óvenju hátt hlutfall viðbótarfjárheimilda af heildarframlögum til embættisins. Því vill Ríkisendurskoðun að farið verði yfir stjórnskipulag lögreglunnar í heild og hlutverk Ríkislögreglustjóra innan hennar og nefnir tvær leiðir í því sambandi. Annaðhvort að fela Ríkislögreglustjóra stjórnunarlega ábyrgð á lögreglunni í heild sinni gagnvart dómsmálaráðherra, líkt og í Danmörku, eða gera embættið að hreinræktaðri stoð- og eftirlitsstofnun sem yrði skipulagslega hliðsett öðrum lögregluembættum. Bent er á í skýrslu Ríkisendurskoðunar að bílamiðstöð Ríkislögreglustjóra sé langstærsta þjónustuverkefni stofnunarinnar. Miðstöðin annast rekstur, viðhald og endurnýjun lögreglubíla í landinu. Hún hafi fengið fjórðung af framlögum til embættisins árið 2005 en rekstrarerfiðleikar hafi þó augljóslega bitnað á getu hennar til að endurnýja ökutæki í samræmi við markmið embættisins. Telur Ríkisendurskoðun að með þessu móti sé verið að velta vandanum á undan sér. Í umfjöllun um efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra segir Ríkisendurskoðun að unndanfarin ár hafi gengið betur en áður að afgreiða jafnóðum þau mál sem berist deildinni og megi rekja það til fjölgun starfsmanna og þess að reynt hefur verið að miða inntöku mála við afkastagetu deildarinnar. „Engu að síður var hlutfall lokinna mála af þeim málum sem bárust deildinni á árunum 2001-2005 mun lægra en hjá þeim stofnunum í Noregi og Svíþjóð sem sinna svipuðum verkefnum. Þá var málsmeðferðartími efnahagsbrotamála almennt lengri en talið er eðlilegt í nágrannalöndum okkar. Ríkisendurskoðun telur að íslensk stjórnvöld eigi ekki að sætta sig við slíkt og bendir á nokkrar leiðir til úrbóta, meðal annars mætti breyta fyrirkomulagi á rannsókn alvarlegra skattalagabrota með því að auka samvinnu ríkislögreglustjóra og skattrannsóknarstjóra," segir í tilkynningu Ríkisendurskoðunar vegna skýrslunnar.
Fréttir Innlent Lög og regla Stj.mál Mest lesið Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Innlent Fleiri fréttir Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Sjá meira