Innlent

Hvalur 9 kemur að landi milli tvö og hálfþrjú

Gert að fyrstu langreyðinni sem veiddist við Ísland eftir að atvinnuveiðar hófust á ný í Hvalfirði á sunnudag.
Gert að fyrstu langreyðinni sem veiddist við Ísland eftir að atvinnuveiðar hófust á ný í Hvalfirði á sunnudag. MYND/Vilhelm

Hvalur 9 kemur með aðra langreyðina, sem veiðst hefur eftir að atvinnuveiðar hófust á ný, að landi við Hvalstöðina í Hvalfirði í dag milli klukkan tvö og hálfþrjú. Um leið og báturinn hefur lagst að bryggju verður hafist handa við að draga hvalinn, sem er sagður um 60 fet á lengd, á land. Það tekur væntanlega um hálftíma og í kjölfarið verður hafist handa við að skera hann og kjötið svo flutt á Akranes þar sem það verður unnið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×