Sól í Straumi gegn stækkun í Straumsvík 23. október 2006 23:28 Álverið í Straumsvík MYND/Haraldur Jónasson Um það bil 150 manns mættu á fund þverpólitísks hóps fóks sem er andvígur stækkun álversins í Straumsvík. Í yfirlýsingu sem undirrituð var á fundinum segir að í vetur þurfi Hafnfirðingar að gera upp hug sinn um hvort þeir vilji að stækkunin verði leyfð. Ákvörðun Alcans um stækkunina liggur fyrir á næstu mánuðum og segir Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði að velji Alcan að stækka muni íbúar kjósa um málið. Rannveig Rist, fostjóri Alcan, segir einnig horft á möguleika í Kanda og Oman. Í yfirlýsingu frá "Sól í Straumi", hópi áhugafólks um stækkunina, segir að búið sé að selja Alcan lóð undir stækkaða starfsemi og kynna deiliskipulag sem miðað sé við stækkun. Önnur yfirvöld séu búin að gefa grænt ljós, þar á meðal á umhverfismat og starfsleyfi. Alcan sé nú að semja við birgja um aðföng fyrir stækkaða verksmiðju. Allt sem skiptir máli liggi nú þegar fyrir um þetta mál. Fyrr en varir boði bæjaryfirvöld til kosninga um það hvort bæjarbúar heimili slíka stækkun. Í yfirlýsingunni segir að þegar kosið verði um málið þurfi íbúar allir að vera búin að skoða málið ofan í kjölinn og allir bæjarbúar búnir að mynda sér skoðun. Ef valið verði að leyfa nærri þrefalda stækkun álverksmiðjunar þá hafi sú ákvörðun áhrif um ókomna framtíð í bæinn. Þeir Hafnfirðingar sem undirrita yfirlýsinguna koma úr ólíkum áttum og hafi ólíkar stjórnmálaskoðanir. Þeir séu óflokksbundin eða starfandi í Sjálfstæðisflokki, Samfylkingu eða Vinstri grænum. Þetta séu launþegar, atvinnurekendur, opinberir starfsmenn eða námsmenn. Það sem tengir undirritaða sé sú afstaða að ekki sé ráðlegt að leyfa Alcan að stækka verksmiðju sína í bænum. Undirritaðir hafni stækkun þegar kosið verði. Í yfirlýsingunni segir að ólík rök ráði fyrir hvern og einn. Farið hafi verið yfir málið og hver og einn komist að niðurstöðu á eigin forsendum. "Sól í Straumi" hvetur alla Hafnfirðinga til þess að gera slíkt hið sama. Fréttir Innlent Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Sjá meira
Um það bil 150 manns mættu á fund þverpólitísks hóps fóks sem er andvígur stækkun álversins í Straumsvík. Í yfirlýsingu sem undirrituð var á fundinum segir að í vetur þurfi Hafnfirðingar að gera upp hug sinn um hvort þeir vilji að stækkunin verði leyfð. Ákvörðun Alcans um stækkunina liggur fyrir á næstu mánuðum og segir Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði að velji Alcan að stækka muni íbúar kjósa um málið. Rannveig Rist, fostjóri Alcan, segir einnig horft á möguleika í Kanda og Oman. Í yfirlýsingu frá "Sól í Straumi", hópi áhugafólks um stækkunina, segir að búið sé að selja Alcan lóð undir stækkaða starfsemi og kynna deiliskipulag sem miðað sé við stækkun. Önnur yfirvöld séu búin að gefa grænt ljós, þar á meðal á umhverfismat og starfsleyfi. Alcan sé nú að semja við birgja um aðföng fyrir stækkaða verksmiðju. Allt sem skiptir máli liggi nú þegar fyrir um þetta mál. Fyrr en varir boði bæjaryfirvöld til kosninga um það hvort bæjarbúar heimili slíka stækkun. Í yfirlýsingunni segir að þegar kosið verði um málið þurfi íbúar allir að vera búin að skoða málið ofan í kjölinn og allir bæjarbúar búnir að mynda sér skoðun. Ef valið verði að leyfa nærri þrefalda stækkun álverksmiðjunar þá hafi sú ákvörðun áhrif um ókomna framtíð í bæinn. Þeir Hafnfirðingar sem undirrita yfirlýsinguna koma úr ólíkum áttum og hafi ólíkar stjórnmálaskoðanir. Þeir séu óflokksbundin eða starfandi í Sjálfstæðisflokki, Samfylkingu eða Vinstri grænum. Þetta séu launþegar, atvinnurekendur, opinberir starfsmenn eða námsmenn. Það sem tengir undirritaða sé sú afstaða að ekki sé ráðlegt að leyfa Alcan að stækka verksmiðju sína í bænum. Undirritaðir hafni stækkun þegar kosið verði. Í yfirlýsingunni segir að ólík rök ráði fyrir hvern og einn. Farið hafi verið yfir málið og hver og einn komist að niðurstöðu á eigin forsendum. "Sól í Straumi" hvetur alla Hafnfirðinga til þess að gera slíkt hið sama.
Fréttir Innlent Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Sjá meira