Örugg lína tryggð milli Nató og Íslands 23. október 2006 18:22 Sérfræðingur frá Gagnaöryggisdeild Nató stóð vörð um öflugan mælibúnað fyrir utan Utanríkisráðuneytið í dag. Búnaðurinn mun ætlaður til að tryggja að ekki sé hægt að hlera samskipti Íslendinga við Nató.Umræða um hleranir hefur tröllriðið íslensku samfélagi síðustu vikurnar og því ekki skrýtið að menn hafi rekið upp stór augu við einkennilegan búnað sem stóð hreint ekki leynilega fyrir utan Utanríkisráðuneytið seinnipartinn í dag. Þegar tökumann og fréttamann Stöðvar tvö bar að garði í dag vappaði þýskumælandi maður um stéttina fyrir framan ráðuneytið og hafði nánar gætur á þessum sérstaka búnaði. Skömmu eftir komu okkar stigu starfsmenn ráðuneytisins út úr húsi og ekki leið á löngu þar til búnaðurinn var tekinn saman - að því er virtist í nokkrum flýti. Sérfræðingur sem fréttastofa ræddi við í dag sagði þennan búnað vera hágæðamælitæki frá Rohde and Schwartz. Hann vissi ekki til þess að slík tæki væru til hér á landi en þau kosta fleiri milljónir króna. Þarna var meðal annars loftnet fyrir hátíðni og búnaður til að taka á móti og senda frá sér útvarpsbylgjur. Svona búnaður mun meðal annars vera notaður til að hlusta á fjarskipti eða kanna hvort símar/tölvur eða þráðlaus net séu örugg.Eftir að hafa grennslast fyrir um hvað væri á seyði náðist loks í ráðuneytisstjóra Utanríkisráðuneytisins sem sagði að þarna hefði gagnaöryggisdeild NATó verið að skoða tölvubúnað ráðuneytisins til að tryggja örugga línu eða örugg samskipti Íslands við aðalstöðvar Nató. Er þetta gert nú vegna þess að íslenska ríkið er - eftir brottför bandaríska hersins - að taka yfir öryggiskerfi sem áður var á Keflavíkurflugvelli. Fréttir Innlent Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Sjá meira
Sérfræðingur frá Gagnaöryggisdeild Nató stóð vörð um öflugan mælibúnað fyrir utan Utanríkisráðuneytið í dag. Búnaðurinn mun ætlaður til að tryggja að ekki sé hægt að hlera samskipti Íslendinga við Nató.Umræða um hleranir hefur tröllriðið íslensku samfélagi síðustu vikurnar og því ekki skrýtið að menn hafi rekið upp stór augu við einkennilegan búnað sem stóð hreint ekki leynilega fyrir utan Utanríkisráðuneytið seinnipartinn í dag. Þegar tökumann og fréttamann Stöðvar tvö bar að garði í dag vappaði þýskumælandi maður um stéttina fyrir framan ráðuneytið og hafði nánar gætur á þessum sérstaka búnaði. Skömmu eftir komu okkar stigu starfsmenn ráðuneytisins út úr húsi og ekki leið á löngu þar til búnaðurinn var tekinn saman - að því er virtist í nokkrum flýti. Sérfræðingur sem fréttastofa ræddi við í dag sagði þennan búnað vera hágæðamælitæki frá Rohde and Schwartz. Hann vissi ekki til þess að slík tæki væru til hér á landi en þau kosta fleiri milljónir króna. Þarna var meðal annars loftnet fyrir hátíðni og búnaður til að taka á móti og senda frá sér útvarpsbylgjur. Svona búnaður mun meðal annars vera notaður til að hlusta á fjarskipti eða kanna hvort símar/tölvur eða þráðlaus net séu örugg.Eftir að hafa grennslast fyrir um hvað væri á seyði náðist loks í ráðuneytisstjóra Utanríkisráðuneytisins sem sagði að þarna hefði gagnaöryggisdeild NATó verið að skoða tölvubúnað ráðuneytisins til að tryggja örugga línu eða örugg samskipti Íslands við aðalstöðvar Nató. Er þetta gert nú vegna þess að íslenska ríkið er - eftir brottför bandaríska hersins - að taka yfir öryggiskerfi sem áður var á Keflavíkurflugvelli.
Fréttir Innlent Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Sjá meira