Innlent

Vilja að Hvalur eða Norðmenn greiði leiðina

Hvalur 9 er kominn út á miðin og hóf leit að hval upp úr klukkan tíu í morgun. Hrefnuveiðimenn ætla að hefja veiðar í vikunni en þeir búast ekki við að geta selt kjöt á Japansmarkað fyrr en í vor þegar annaðhvort fyrirtækið Hvalur eða Norðmenn hafa greitt leiðina á Japansmarkað.

Kristján Loftsson sagðist í samtali við NFS rétt fyrir hádegi ekki geta sagt nákvæmlega til um hvar Hvalur 9 væri en hann væri á svipuðum slóðum og langreyðurin var veidd á á laugardag. Hann segir að áður en farið verði í útflutning þurfi að veiða þau dýr sem veidd verða á þessu ári, taka úr þeim sýni og senda utan í rannsóknir.

Ferlið gæti tekið nokkra mánuði og á meðan bíður hvalkjötið í frysti. Hrefnuveiðimenn ætla að hefja veiðar í vikunni en segjast ekki getað hafið útflutning, fyrst um sinn, fyrr en Kristján Loftsson eða Norðmenn hafi greitt leiðina á Japansmarkað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×