Innlent

Raflögnum og rafbúnaði víða ábótavant

Úttekt Neytendastofu á tæplega fimm hundruð verkstæðum, víðs vegar um landið, leiðir í ljós að raflögnum og rafbúnaði er víða ábótavant. Athugasemdir voru gerðar við merkingu búnaðar í rafmagnstöflum í yfir níutíu og eitt prósent tilvika.Þá var gerð athugasemd við rafmagnstengla í sjötíu og tvö prósent tilvika. Gamall og bilaður rafbúnaður og aðgæsluleysi forráðamanna eru meðal helstu orsaka rafmagnsbruna og því afar mikilvægt að frágangur sé unninn af fagaðilum.

Snæbjörn Kristjánsson, sérfræðingur öryggisdeildar Neytendastofu segir eitthvað um að löggiltir rafverktakar skrifi upp á verk fyrir aðra, í sumum tilfellum jafnvel án þess að koma á staðinn.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×