Lífið

Verð á GSM símtölum í útlöndum lækkar

MYND/Hari

Vodafone Passport er ný þjónusta frá Vodafone sem gildir í 18 löndum og á Íslandi. Með þjónustunni lækkar verð símtala til Íslands frá þessum 18 löndum umtalsvert. Ef miðað er við 5 mínútna símtal er sparnaður viðskiptavina 48% í Danmörku, 59% í Frakklandi og 76% í Bretlandi þegar hringt er til Íslands.

Viðskiptavinum sem hringja til Íslands erlendis frá er boðið uppá að borga 139 króna tengigjald í upphafi og svo á 20 mínútna fresti, þess á milli er greiddur venjulegur innanlandataxti. Þegar tekið er á móti símtölum frá Íslandi er einungis greitt fyrir tengigjald og ekkert mínútugjald.

Alls hafa um 10 miljónir viðskiptavina skráð sig og þeim fjölgar ört.

Hægt er að skrá sig í þjónustuna á heimasíðu vodafone.is, í verslunum Vodafone og með því að hringja í 1414.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Vodafone.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×