Innlent

Sótti slasaðan manna á Grundarfjörð eftir bílveltu

Úr myndasafni
Úr myndasafni

Önnur þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út í nótt til þess að sækja mann til Grundarfjarðar sem velt hafði bíl sínum nærri bænum. Bíllinn fór nokkrar veltur og var maðurinn fluttur fyrst á heilsugæslustöðina á Grundarfirði en síðar var ákveðið að kalla eftir þyrlu vegna meiðsla hans. Ekki hafa fengist nákvæmar upplýsingar um þau en vakthafandi læknir á slysadeild segir hann ekki í lífshættu. Maðurinn er grunaður um ölvunarakstur. Tvær aðrar bílveltur urðu á Snæfellsnesi í gær og nótt, báðar á Fróðárheiði, en í báðum tilvikum sluppu menn án teljandi meiðsla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×