Innlent

Rannsóknarstofa fyrir örtækni vígð við Háskólann

Hreinasta herbergi landsins var vígt í dag en þar munu menn í samfestingum og hvítum stígvélum stunda rannsóknir á örtækni. Tækni sem hefur meðal annars getið af sér bindi sem hrinda frá sér óhreinindum.

Nýr Örtæknikjarni, sá fyrsti sinnar tegundar hér á landi, var í dag vígður við Háskóla Íslands við hátíðlega athöfn. Kristín Ingólfsdóttir rektor Háskóla Íslands segir Örtæknikjarnann gjörbreyta aðstöðu vísindamanna hér til rannókna á þessu sviði og telur jafnframt að stærstu sigrar vísindanna í framtíðinni verði á hinu smæsta. En til að vinna stóra sigra þarf meðal annars svokallað hreinherbergi, sem er um þúsund sinnum hreinna en venjuleg skrifstofurými enda á þar að framleiða og rannsaka hluti sem eru jafnvel smærri en eitt rykkorn, segir Kristján Leósson, vísindamaður sem vann við uppsetningu Örtæknikjarnans. Hjartað í hreinherberginu er svokallaður rásaprentari sem prentar munstur á míkróskala, niðrí einn tvöhundraðasta úr hársbreidd.

 

 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×