Innlent

Hert eftirlit með veiðiþjófum

MYND/Vilhelm

Umhverfisráðuneytið hefur ákveðið að herða mjög eftirlit með hreindýraveiðum, þar sem fjölmargar ábendingar hafa borist um að þau séu veidd utan lögboðins veiðitíma. Umhverfisráðuneytið hefur komið þessum ábendingum á framfæri við sýslumanninn á Höfn í Hornafirði, og farið þess á leit að hann geri það sem í hans valdi stendur til að koma í veg fyrir ólöglegar veiðar á hreindýrum, með virkara eftirliti. Brot gegn lögum um veiðar varða sektum eða fangelsi allt að tveimur árum og sviptingu skotvopna- og veiðileyfis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×