Innlent

Halda upp á brottför hersins

Bandaríska herstöðin í Keflavík.
Bandaríska herstöðin í Keflavík. MYND/Atli

Íslenskir friðarsinnar ætla að halda til Suðurnesja og fagna brottför hersins á sunnudaginn næstkomandi. Í tilkynningu frá Samtökum herstöðvaandstæðinga segir að samtökin hafi leitt baráttuna gegn her hér á landi í nær 35 ár. Baráttan gegn herstöðvum á Íslandi hafi alla tíð verið hluti af alþjóðlegri baráttu fyrir friði og afvopnun í heiminum ásamt þeirri trú að deilur verði ekki leystar með ofbeldi og friður ekki tryggður með vopnavaldi.

Herstöðvaandstæðingar ætla að draga fána sinn að húni og kanna mengunarsvæði hersetunnar.

Rútuferð er skipulögð frá Friðarhúsi Samtaka herstöðvarandstæðinga á hádegi á sunnduaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×