Sport

Boris náði ekki í úrslit

Kristinn varð aðeins hársbreidd frá því að komast í úrslitin í keppninni, annað árið í röð.
Kristinn varð aðeins hársbreidd frá því að komast í úrslitin í keppninni, annað árið í röð.

Kristinn Óskar Haraldsson, "Boris", varð að bíta í það súra epli að verða annað árið í röð hársbreidd frá því að tryggja sér sæti í úrslitum í keppninni um sterkasta mann heims sem fram fer í Kína.

Þeir sem fylgjast með kraftasportinu segja að undankeppnin í ár hafi verið líkari fitnessmóti en aflraunakeppni, því mikil áhersla hafi verið lögð á snerpu og úthald í stað krafts og styrks. Boris lenti í mjög sterkum riðli í undankeppninni og var eins og áður sagði aðeins hársbreidd frá því að komast áfram, en hann verður að gera sér það að góðu að vera varamaður í úrslitunum.

Boris náði fyrsta sætinu í grein sem gekk út á að jafnhenda steina og náði öðru sæti í hleðslugrein í vatni. Sterkasti maður heims, Pólverjinn Pudzianowski, vann sinn riðil auðveldlega og verður að teljast afar sigurstranglegur í keppninni enn eitt árið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×