Sport

50 ár frá Ólympíuleikunum í Melbourne

Vilhjálmur Einarsson fer á kunnuglegar slóðir í nóvember og rifjar upp afrek sitt frá því fyrir 50 árum
Vilhjálmur Einarsson fer á kunnuglegar slóðir í nóvember og rifjar upp afrek sitt frá því fyrir 50 árum

Fyrrum frjálsíþróttakappinn og margfaldur íþróttamaður ársins, Vilhjálmur Einarsson, mun í nóvember halda á sérstaka afmælishátið Ólympíuleikanna í Melbourne þar sem þess verður minnst að hálf öld er frá því leikarnir voru haldnir þar í borg. ÍSÍ hefur ákveðið að bjóða Vilhjálmi út á hátíðina, en hann vann sem kunnugt er til silfurverðlauna í þrístökki á leikunum og varð fyrstur Íslendinga til að komast á verðlaunapall á Ólympíuleikum.

Mikil hátíðarhöld verða í Melbourne í næsta mánuði af þessu tilefni og þar verða keppendur sem tóku þátt í leikunum fyrir 50 árum í sviðsljósinu. Vilhjálmur Einarsson og Hilmar Þorbjörnsson tóku þátt fyrir Íslands hönd, en Hilmar er nú látinn. Vilhjálmur Einarsson er heiðursfélagi í ÍSÍ. Frá þessu var greint á vef ÍSÍ.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×