Sport

Sterkasti fatlaði maður heims um helgina

Frá keppninni sterkasti fatlaði maður heims í fyrra
Frá keppninni sterkasti fatlaði maður heims í fyrra Mynd/Stefán Karlsson

Keppnin sterkasti fatlaði maður heims fer fram dagana 15. til 16. sept. Keppendur að þessu sinni eru frá Íslandi ,Finnlandi, Svíþjóð og Færeyjum. Þetta er í 5 skipti sem mót þetta er haldið hér á landi en Íslendingar eru frumkvöðlar í mótshaldi að þessu tagi fyrir fatlaðra.

Búið er að sérhæfa kraftagreinar fyrir fatlaða bæði í flokki standandi og í flokki hjólastóla. Skipuleggjendur mótsins eru Arnar Már Jónsson þjálfari ÍFR og Magnús Ver Magnússon mótshaldari. Mótið er haldið samvinnu við Íþróttafélag fatlaðra í Reykjavík

Dagskrá Mótsins er eftirfarandi:

Föstudagur 15 sept. kl 15,00.Lækjartorg:

1. Bíldráttur á höndum. Bill sem er 2,5 tonn. Standandi og sitjandi

2. Uxaganga. Gengið með 180 kg kúta 20 m. Standandi.

3. Öxullyfta. 80 kg lyft eins oft og hægt er á tíma. Sitjandi.

4. Bóndaganga. Gengið með 80 kg í hvorri hendi eins langt og menn komast. Standandi.

5. Krossfesta með 10 kg í hvorri hendi á tíma. Sitjandi.

Laugardagur 16. sept. kl 11,00. Fjörukráin Hafnarfirði.

6. Drumbalyfta. 80 kg. Sitjandi og standandi.

7. Herculesarhald. 80 kg í hvorri hendi á tíma. Sitjandi og standandi.

8. Réttstöðulyfta. 180 kg lyft eins oft og hægt er á tíma. Standandi

Íþróttahús ÍFR Hátúni 14 kl.14,00.

9. Hleðslugrein með bobbinga 35kg og 55 kg á tíma. Sitjandi og standandi.

10. Steinatök atlas kúlusteinar. Standandi og sitjandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×