IBF heimsmeistarinn í þungavigt, Wladimir Klitschko, mun mæta Bandaríkjamanninum Calvin Brock í titilbardaga þann 11. nóvember næstkomandi. Brock þessi er 31 árs gamall og hefur keppt 29 sinnum á ferlinum. Hann hefur unnið 22 þeirra á rothöggi og þetta er í fyrsta skipti sem hann fær að berjast um titil. Klitschko hefur unnið 46 sigra í 49 bardögum.
Næsta beina útsending Sýnar frá hnefaleikum verður á dagskrá þann 16. september næstkomandi, þar sem meðal annara mætast þeir Marco Antonio Barrera og Rocky Juarez um WBC titilinn í fjaðurvigt, Jorge Rodrigo Barrios og Joan Guzman um WBO titilinn í yfir-fjaðurvigt og þá eigast við þeir Israel Vazquez og Johnny Gonzalez í bantamvigt.