Flugvél BA hélt áfram ferð sinni í gærkvöld 27. ágúst 2006 10:15 MYND/Vilhelm Flugvélin frá British Airways sem lenti á Keflavíkurflugvelli á sjöunda tímanum í gærkvöld vegna reyks í farþegarými hélt áfram ferð sinni í gærkvöld eftir að búið var að rannsaka vélina. Farþegar fóru aldrei frá borði. Mikill viðbúnaður var á Keflavíkurflugvelli þegar tilkynning barst um að reykur bærist um farþegarými í þotu frá Biritish Ariways sem var á leið frá London til Denver í Bandaríkjunum. 270 manns voru um borð í vélinni sem er af gerðinni Boing 777. Hátt í 300 manna lið var ræst út en sökum þess hversu atburðarrásin var hröð var mörgum snúið við áður en þeir mættu til aðgerða. Vélin var ekki nema um 50 mílur frá landi þegar áhöfnin varð reyksins var og ákvað að snúa til lendingar í Keflavík. Innan við tíu mínútum seinna var vélin lent og menn frá slökkviliði og flugmálayfirvöldum fóru um borð. Reykurinn kom frá brauðvél og virðist rafkerfi eða mótor í henni hafa brunnið yfir með þessum afleiðingum. Lendingin gekk giftursamlega en flugvélin var yfirhlaðin af eldsneyti sem ekki var hægt að losa úr vélinni við kringumstæður þar sem grunur lék á eldi um borð. Það varð því að yfirfara lendingarbúnað áður en hægt var að halda vélinni áfram. Vélin var dregin að landgangi á Leifsstöð en flugfélagið ákvað að hleypa farþegum ekki frá borði væntanlega til þess að spara kostnað. Flugfarþegarnir biðu því um borð í vélinni allt þar til vélin hélt áfram, áleiðis til Bandaríkjanna klukkan hálftíu í gærkvöld - þremur og hálfri klukkustund eftir að henni var lent. Að sögn fulltrúa sýslumanns á Keflavíkurflugvelli og flugmálayfirvalda sem fóru um borð í vélina virtust farþegar nokkuð rólegir og yfirvegaðir þrátt fyrir atburðinn og veifðu þeir til myndatökumanna skömmu fyrir brottför þrátt fyrir að hafa þurft að dúsa í vélinn á fjórðu klukkustund. Aðgerðir gengu vel á vellinum í gærkvöld, að sögn þeirra sem stýrðu aðgerðum. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Sjá meira
Flugvélin frá British Airways sem lenti á Keflavíkurflugvelli á sjöunda tímanum í gærkvöld vegna reyks í farþegarými hélt áfram ferð sinni í gærkvöld eftir að búið var að rannsaka vélina. Farþegar fóru aldrei frá borði. Mikill viðbúnaður var á Keflavíkurflugvelli þegar tilkynning barst um að reykur bærist um farþegarými í þotu frá Biritish Ariways sem var á leið frá London til Denver í Bandaríkjunum. 270 manns voru um borð í vélinni sem er af gerðinni Boing 777. Hátt í 300 manna lið var ræst út en sökum þess hversu atburðarrásin var hröð var mörgum snúið við áður en þeir mættu til aðgerða. Vélin var ekki nema um 50 mílur frá landi þegar áhöfnin varð reyksins var og ákvað að snúa til lendingar í Keflavík. Innan við tíu mínútum seinna var vélin lent og menn frá slökkviliði og flugmálayfirvöldum fóru um borð. Reykurinn kom frá brauðvél og virðist rafkerfi eða mótor í henni hafa brunnið yfir með þessum afleiðingum. Lendingin gekk giftursamlega en flugvélin var yfirhlaðin af eldsneyti sem ekki var hægt að losa úr vélinni við kringumstæður þar sem grunur lék á eldi um borð. Það varð því að yfirfara lendingarbúnað áður en hægt var að halda vélinni áfram. Vélin var dregin að landgangi á Leifsstöð en flugfélagið ákvað að hleypa farþegum ekki frá borði væntanlega til þess að spara kostnað. Flugfarþegarnir biðu því um borð í vélinni allt þar til vélin hélt áfram, áleiðis til Bandaríkjanna klukkan hálftíu í gærkvöld - þremur og hálfri klukkustund eftir að henni var lent. Að sögn fulltrúa sýslumanns á Keflavíkurflugvelli og flugmálayfirvalda sem fóru um borð í vélina virtust farþegar nokkuð rólegir og yfirvegaðir þrátt fyrir atburðinn og veifðu þeir til myndatökumanna skömmu fyrir brottför þrátt fyrir að hafa þurft að dúsa í vélinn á fjórðu klukkustund. Aðgerðir gengu vel á vellinum í gærkvöld, að sögn þeirra sem stýrðu aðgerðum.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Sjá meira